Fréttayfirlit

Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar

Íbúar í gamla Öngulsstaðahreppi, sem ætla að rækta skjólbelti í sumar, geta sótt um styrki úr Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum fyrir 20. júní 2010.
Ekki verður unnt að afgreiða umsóknir sem berast eftir þann tíma. Vinsamlegast endursendið umsóknir frá fyrra ári ef þær fengu ekki afgreiðslu þá.
Netfang: tjarnir@simnet.is Tilgreina skal lengd og hve margra raða fyrirhugað skjólbelti á að vera.

14.06.2010

Sleppingar - Breyttar dagssetningar


Sleppingar á sameiginleg sumarbeitilönd

Atvinnumálanefnd hefur ákveðið, vegna góðrar sprettu að undanförnu, að flýta viðmiðunardagssetningum sleppingar á sumarbeitilönd sauðfjár til 12. júní n.k. og stórgripa til 20. júní n.k.
09.06.2010

Fréttatilkynning frá Handverkshátíð 2010


Umsóknirnar streyma inn :-)

Umsóknarfresturinn rennur út 10. júní n. k.....  Sjá nánar á http://handverkshatid.is

07.06.2010

Sleppingar á sumarbeitilönd 2010


Sleppa má sauðfé á sameiginleg sumarbeitilönd frá og með 15. júní n.k og stórgripum frá og með 1. júlí.

Landeigendur eru minntir á að lagfæra girðingar sem aðskilja sumarbeitilöndin frá þeirra heimalöndum áður en að sleppingum kemur.

Þeir sem ekki hafa staðið sig að undanförnu eru sérstaklega áminntir um þetta.

07.06.2010

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010

Á kjörskrá voru 713, 366 karlar og 347 konur.  Alls  kusu  541.  Auðir seðlar og ógildir voru 24.  Kosningaþáttakan var 75.8%.  
Kjörfundur stóð frá kl. 10:00 til 22:00.
 

02.06.2010

Gatnagerðargjöld - afsláttur


Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 9 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð og 4 lóðir á einni eða tveim hæðum. Skipulagssvæðið liggur norðan Hrafnagilsskóla og austan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gatnagerðargjald fyrir einbýlishús var kr. 4.970.385 en verður kr. 2.485.193- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
LESA MEIRA
17.05.2010

Eyvindarstaðahlaupið 2010


Eyvindarstaðahlaupið verður nú hlaupið í 3. skipti og það hefur lukkast afar undanfarin 2 ár. Hópurinn sem tekur þátt fer stækkandi og eru þátttakendur ýmist að hlaupa og/eða hjóla. Hlaupið fer fram á morgun, laugardaginn 15.maí.
14.05.2010

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Smámunasafnið opnar 15. maí og verður opið alla daga til 15. september milli kl. 13 og 18. Ný lítil sýning verður í kaffistofunni á munum í eigu Ingibjargar í Gnúpufelli. Kaffi, vöfflur og ís eins og venjulega, í gallerýi eyfirskt handverk og antik munir úr ýmsum áttum.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins.
Fylgist með á heimasíðu safnsins: http://smamunasafnid.is/
14.05.2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010 fara fram laugardaginn 29. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s. l. laugardag 8. maí.
Í Eyjafjarðarsveit verða 2 listar í framboði, F-listinn og H-listinn. Skipan frambjóðenda  á listunum má sjá í tenglum hér að neðan.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Eyjafjarðarsvæðið fer að vanda fram hjá Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, sími 464 6900.

Framboðslistar í Eyjafjarðarsveit 2010:

F-listi

H-listi

11.05.2010