Fréttayfirlit

Tískusýningar

Hvern dag klukkan 16 munu hönnuðir standa að tískusýningu á svæðinu.

Viðburður sem vert er að skoða því mikið af flottum hönnuðum og framleiðendum taka þátt.

handverkshatid_minni6_400_01
 

04.08.2010

Forndráttarvélar

Það er orðinn ómissandi hluti Handverkshátíðar að fá vélasýningu frá áhugahópi sem vinnur að uppbyggingu búvélasafns í sveitinni.  Hluti vélanna þeirra verður til sýnis á hátíðinni.

 img_2717_400

03.08.2010

Félag landnámshænsna á Handverkshátíð

Félag landnámshænsna tekur þátt í hátíðinni og verða með sýningu á 60 fuglum.   Þar verður keppt um fallegasta fuglinn en gestir hátíðarinnar munu kjósa.  Úrslit verða kunngjörð á sunnudeginum og titillinn er alltaf mjög eftirsóttur svo ekki sé meira sagt.  Ungar munu skríða úr eggjum á hátíðinni og mun ungviðið örugglega gleðja auga hátíðargesta.

hani 

03.08.2010

Rúningur og söguþorp

Á útisvæði Handverkshátíðar sem verður um næstu helgi verður komið upp söguþorpi en það eru Gásahópur og  Handraðinn/Laufáshópur sem ætla að taka höndum saman við að glæða fallegt útisvæði lífi.  Hugmyndin er að sýna eins konar tímavél þar sem tímabil landnáms allt til dagsins í dag er spannað í handverki.  Baðstofa og miðaldatjöld og tilheyrandi verkvinna verður viðhöfð í þessu spennandi söguþorpi.  Birgir Arason í Gullbrekku mun sýna rúning hátíðardagana, ullin verður spunnin og unnin í söguþorpinu.

handverkshatid_minni4_400
 

02.08.2010

Gísli Einarsson mun setja hátíðina

Setning Handverkshátíðar 2010 verður klukkan 11:30 föstudaginn 6.ágúst.  Gísli Einarsson ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og setja hátíðina formlega þetta árið.

gsli_einarsson_jpg_280x800_q95_400 

29.07.2010

Ráðning sveitarstjóra og skipan í nefndir


Jónas Vigfússon hefur verið endurráðinn í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Þá hefur nýkjörin sveitarstjórn einnig skipað í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Upplýsingar um skipanirnar verða settar inn hér á heimasíðu sveitarfélagsins á næstu dögum.
 
25.06.2010

Sveitarstjórnarfundur

388. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem jafnframt verður fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar, verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn. 22. júní n.k. og hefst kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar.

21.06.2010

Fréttatilkynning

Fjölskylduhátíð í tilefni af 45 ára afmæli Hólavatns

holavatn_120 Sunnudaginn 20. júní fagna sumarbúðirnar Hólavatni 45 ára afmæli og gleðjast um leið yfir fokheldri nýbyggingu sem verður til sýnis fyrir gesti.
Dagskrá hefst kl. 14.00 og stendur fram eftir degi. Fjölmargt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna, útileiktæki, bátar og óvæntar uppákomur. Allir vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir.

18.06.2010

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

 
sundlaug2010_400

OPIÐ 17. JÚNÍ KL. 10:00 - 20:00
FJÖLSKYLDAN Í SUND -FRÍTT FYRIR 15 ÁRA OG YNGRI

Sjá gjaldskrá og opnunartíma hér
16.06.2010

Vélasýning og flóamarkaður

Smámunasafnið í Sólgarði sunnudaginn 20. júní milli kl. 13 og 17.
 
Í aðalhlutverki verður International 1020 jarðvinnsludráttarvél frá árinu 1930. Þetta er fyrsta jarðvinnsluvélin sem Eyfirðingar eignuðust. Stórmerkilegvél og lítur svo ljómandi vel út eftir að Baldur Steingrímsson og feiri fóru höndum um hana. Vélin er nú gangfær og áhugasamir geta fengið að aka henni.
 
Á sama stað og tíma verður kvenfélagið Hjálpin með flóamarkað,. Til sölu verður allt mögulegt fyrir heimilið og fjölskylduna. Nýsoðin chilisulta þessi góða sem við vorum með á Handverkshátíðinni í fyrra, broddur og rabbarbarii. Við munum svo dreifa ágóðanum í góð málefni að vanda. Hafið íslenskar krónur með,  því við höfum ekki posa.

14.06.2010