Fréttayfirlit

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi - Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. Þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný efnisnáma í Hvammi.
18.03.2010

Fréttatilkynning

Styrkir vegna Evrópuárs 2010 sem er tileinkað
baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna Evrópuárs 2010 sem er tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Til ráðstöfunar eru 35 milljónir króna. Verkefni og rannsóknir verða að jafnaði styrkt um að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnis. Mótframlagið getur verið í formi vinnuframlags eða fjármagns. Verkefnum og rannsóknum skal ljúka á árinu 2010.

15.03.2010

Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010


Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með 26. febrúar 2010 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.

Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 24. febrúar 2010,
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason

25.02.2010

Frá Foreldrafélagi Krummakots


Þá er það komið á hreint!! Sunnudaginn 7. mars kl. 14 verður nemendum Krummakots boðið á leiksýningu Freyvangsleikhússins um Dýrin í Hálsaskógi. Dagana 1.-3. mars munu skráningalistar hanga á töflunum við hverja deild og er óskað eftir því að þeir foreldrar sem ætla að nýta þetta boð skrái börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi sem einnig ætla á sýninguna. Félagið hefur tekið frá miða á sýninguna og staðfestir lokatölur allra miðvikudaginn 3. mars! Höfum það gaman saman þennan fyrsta sunnudag í mars og munum eftir myndavélunum, því dýrin heilsa upp á krakkana eftir sýningu.
Kær kveðja, Foreldrafélagið

19.02.2010

Öskudagur 2010


Öskudagurinn er alltaf líflegur í Eyjafirði. Hér má sjá myndir af öskudagsliðum sem litu við á skrifstofu sveitarfélagsins og glöddu starfsfólkið með söng.

picture_003_120  picture_005_120

17.02.2010

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi

dyrin_i_halsaskogi_120
Miðapantanir er í síma 857 5598 frá kl.17:00 virka daga og 10:00 um helgar. Einnig er hægt að kaupa miða í Pennanum/Eymundsson Hafnarstræti Akureyri (á annarri hæð) og á www.freyvangur.net

Laugardagur 13. febrúar kl. 14:00.   Frumsýning – Uppselt
Sunnudagur 14. febrúar kl. 14:00.   2. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 14:00.  3. sýning – Uppselt
Laugardagur 20. febrúar kl. 17:00.  4. sýning- Aukasýning – Uppselt
Laugardagur 27. febrúar kl. 14:00.  5. sýning – Örfá sæti laus
Sunnudagur 28. febrúar kl. 14:00.  6. sýning - Laus sæti

VELKOMIN Í FREYVANGSLEIKHÚSIÐ

12.02.2010

Sýning í Blómaskálanum Vín - Dagur leikskólans


Þann 6. febrúar s. l. var Dagur leikskólans og í tilefni hans ætlum við í Krummakoti  að halda sýningu á verkum barnanna í Blómaskálanum Vín. Sýningin mun standa yfir í 2 vikur.
Kveðja frá Leikskólanum Krummakoti.

08.02.2010

Karlakórinn Heimir í Laugarborg


Karlakórinn Heimir í Skagafirði minnist Örlygsstaðabardaga
Þrettándaverk Karlakórsins Heimis "Upp skalt á kjöl klífa" verður flutt í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudagskvöldið 11. febrúar kl 20.30. Sjá auglýsingu.

Hér er raunar um meira en tónleika að ræða því hér er á ferðinni samþætt dagskrá texta, tóna og hljóðmyndar sem byggir á frásögn Sturlungu af einum dramatískasta atburði 13. aldar á landinu - Örlygsstaðabardaga í Skagafirði. Flutningurinn hefur þegar vakið lukku í Miðgarði í Skagafirði, menningarhúsinu með útsýni yfir vígvöllinn forna og í stórborgunum Hvammstanga og Reykjavík.

05.02.2010

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla


Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 12. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Klístri (Grease) og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika sjá nemendur um búninga, förðun og ýmsa tæknivinnu á sýningunni.
Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.100 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.


04.02.2010

Þorrablót 2010 - heimanám!


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010:
Þá er komið að því!
Þorrablótsgestir eru vinsamlegast beðnir um að nota tímann fram að blóti til að æfa lagið hér fyrir neðan. Minnum ykkur á að mæta tímanlega á laugardagskvöldið, húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:45. Góða skemmtun!!

Í sjöunda himni (Lag: My Bonnie is over the ocean)
Í sveitinni gerist nú gaman
gleðin hún tekur öll völd.
Í sjöunda himni við saman
syngjum á blótinu í kvöld.

Syngjum, syngjum
í sveitinni tekur nú gleðin völd.
Syngjum, syngjum,
í sjöunda himni í kvöld.
Höf: S.R.S.

Kv. nefndin
29.01.2010