Fréttayfirlit

Rannsókn á áhrifum efnistöku

Sveitarstjórn Eyjafjarðar hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á áhrifum efnistöku úr Eyjafjarðará og vatnasviði hennar á lífríki árinnar.
17.04.2007

Efnistaka úr Eyjafjarðará

Á undanförnum árum hefur efnistaka úr Eyjafjarðará farið vaxandi og virðist eftirspurn eftir efni úr ánni vera að stóraukist.
17.04.2007

Fögnum nýju sumri á Melgerðismelum

Sumargleði Hestamannafélagsins Funa verður á Melgerðismelum
fimmtudaginn 19.apríl kl. 14:00.

Jötunvélar og Brimborg verða með vélasýningu á flötinni við Funaborg. Einnig verða ýmis húsdýr með afkvæmi og teymt verður undir börnunum.

Náttúrulist, sýnendur Þórey og Linda Tómasdætur. Charlotte sýnir myndir ásamt handverki t.d. miðaldarkjólar. Og auðvitað verður hið víðfræga kaffihlaðborð Funa opið gegn vægu gjaldi.
16.04.2007

Dagur umhverfisins

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar efnir til fræðslufundar um umhverfismál á Degi umhverfisins 25. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins verður þessi:
Sigurður Friðleifsson: Hrein orka og útblástursmál á Íslandi.
Ásgeir Már Andrésson: Vistvænt eldsneyti.
Brynhildur Bjarnadóttir: Kolefnisbinding með Skógrækt.
16.04.2007

Páskaganga

Hjálparsveitin Dalbjörg stendur fyrir árlegri páskagöngu föstudaginn langa 6. apríl. Gangan mun hefjast kl. 10, gengið er frá Steinhólum og er þátttökugjald 500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir 12 ára og yngri. Genginn verður hringurinn í gamla Saurbæjarhreppi og verða bílar Hjálparsveitarinnar á staðnum og sjá um að koma þeim sem ekki vilja ganga alla leið aftur í hús. Við hvetjum alla eindregið til að mæta með fjölskylduna og eiga góðan dag. Að göngu lokinni verður svo boðið upp á kaffi og djús í húsi Hjálparsveitarinnar.
02.04.2007

Páskabingó hestam.fél. Funa

Hið sívinsæla páskabingó Hestamannafélagsins Funa verður haldið 7. apríl klukkan 14 í Funaborg Melgerðismelum. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði.

02.04.2007

Páskastemming í Smámunasafni

Smámunasafnið verður opið um páskana frá 5. apríl til 9. apríl kl. 13-18 alla dagana. Þá ætlum við að vera búin að fela páskaegg vel og vandlega á milli einhverra smámuna.

egg_edjudice

 

 

 

 

 

Skyldi það vera súkkulaði eða vel skreytt páskaegg ?

SÁ Á FUND SEM FINNUR - svo má líka spyrja – HVORT VILTU FUND MINN LAUNA EÐA GEFA?

02.04.2007

Tímabundin lokun

Tímabundin lokun íþróttahúss og sundlaugar Hrafnagilsskóla

Vegna framkvæmda verða íþróttahús og sundlaug Hrafnagilsskóla lokuð laugardaginn 31. mars til og með fimmtudagsins 5. apríl (skírdag).

31.03.2007

Æfingar kringum páska hjá Umf.Samherja

Laugardagsæfingar falla niður 31.mars vegna framkvæmda í íþróttahúsi og sundlaug. Æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 11.apríl hjá þeim eldri og föstudaginn 13.apríl hjá yngri hópnum.
31.03.2007

Páskabingó Umf.Samherja

Hið árlega páskabingó frjálsíþróttahóps Umf.Samherja verður haldið í Laugarborg laugardaginn 31.mars kl. 14:00.

Aðalvinningur utanlandsferð

Auk þess má nefna vinninga frá eftirtöldum aðilum : Bílaleigu, Kaffi, 2x mánaðarkort á Bjargi, Ís í Brynju, Hársnyrtivörur, 66° Norður, Hamborgarabúllan, Svefn og heilsa, Bararíið við brúnna, Húsasmiðjan, Lýsing, Olís, Nói Síríus, Kjarnafæði, Flug ak-rvk-ak, og þá er ekki allt talið.

Köku- og tertusala að venju sem og kaffisala.

30.03.2007