LISTAHÁTÍÐ Í LAUGARBORG
Fréttatilkynning
Tónlistarhúsið Laugarborg er nú í fyrsta sinn vetvangur tónlistarviðburða á dagskrá Listahátíðar. Að þessu sinni býður Laugarborg uppá þrenna tónleika í samvinnu við Listahátíð.
Fréttatilkynning
Tónlistarhúsið Laugarborg er nú í fyrsta sinn vetvangur tónlistarviðburða á dagskrá Listahátíðar. Að þessu sinni býður Laugarborg uppá þrenna tónleika í samvinnu við Listahátíð.
Dagana 10. - 12. ágúst 2007 verður okkar árlega Handverkshátíð haldin. Fáir viðburður eiga sér jafnlangan feril.
Í fyrra tók sýningin sem þá fékk nafnið “Uppskera og handverk 2006” heilmiklum breytingum og vakti það athygli. Hún varð að skemmtilegri blöndu handverks- og fjölskylduhátíðar þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Sýningarsvæðið tvöfaldaðist og var breytingum vel tekið af sýnendum sem og gestum hátíðarinnar. Dæmi voru um að gestir komu alla daga hátíðarinnar þar sem eitthvað nýtt var að gerast dag hvern. Mjög gott samstarf var haft við Fiskidaginn mikla sem er einmitt haldinn sömu helgi ár hvert. Nú verður gengið skrefinu lengra og ýmsar nýjungar þróaðar enn frekar. Mikilvægt er að byggja upp sölusýningu á listmunum á landsbyggðinni, skapa gott orðspor bæði hátíðar og sveitar, og höfða til allra þeirra innlendu og erlendu ferðamanna sem eru á faraldsfæti þessa helgi á Norðurlandi.
Öll söfn á Eyjafjarðarsvæðinu ætla að hafa safnadag 5. maí. Tilefnið er opnun nýrrar sameiginlegrar heimasíðu fyrir söfnin, en slóðin er www.museums.is
Smámunasafn Sverris Hermannssonar ætlar að draga fram gömul leikföng, þar verður geit með kiðlinga fyrir utan húsið, kex og kókómjólk í boði Kexverksmiðjunnar og M.S. mjólkur.
Opið 10:30-16:30
Skoðið nánar á www.smamunasafnid.is
Börn og umhverfi er námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
Nefndin niðurgreiðir námskeiðskostnaðinn verulega og því þurfa þátttakendur einungis að greiða 1.500.-