Ekki á ábyrgð sveitarstjórna að veita heimild fyrir sinubrennu.
Miklar sinubrennur voru í Eyjafjarðarsveit um helgina. Margir hafa amast við þessum brennum og álitið það á valdi sveitarstjórna að stöðva þær.
Miklar sinubrennur voru í Eyjafjarðarsveit um helgina. Margir hafa amast við þessum brennum og álitið það á valdi sveitarstjórna að stöðva þær.
Samkvæmt lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi nr. 61/1992 veitir sýslumaður leyfi til að brenna sinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem upp eru talin í lögunum. Skilyrði eru t. d. þau að fyrir liggi vottun frá viðkomandi héraðsráðunauti, náttúruverndarnefnd eða gróðurverndarnefnd. Fleiri skilyrði eru sett í lögunum og einnig í reglugerð með þeim sem er nr. 157/1993. Hvergi í lögunum né í reglugerðinni er að finna ákvæði um aðkomu sveitarstjórna að ákvörðun um sinubrennur.
Í kjölfar mikilla sinuelda vorið 2004 samþykkt sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftirfarandi ályktun:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vill af gefnu tilefni lýsa því yfir að hún telur sinubrennur í þéttri byggð eins og víða er í sveitarfélaginu og næsta nágrenni þess engan veginn ásættanlegar. Hún telur að slíkar brennur brjóti í raun alltaf gegn ákvæðum laga nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, sbr. 2. gr. þeirra laga sbr. einnig ákvæði í reglugerð við þau lög þar sem m. a. segir að aldrei megi brenna sinu þar sem almannahætta stafar af. Brennurnar hljóta ávallt að valda þeim, sem reykinn leggur yfir, verulegum óþægindum. Þegar slíkt ástand varir klukkustundum saman má tala um að brennunni fylgi almannahætta. Að margra áliti fara brennur af þessum toga auk þess undantekninga lítið í bága við skynsamlega umhverfisstefnu.
Sveitarstjórn hvetur alla þá sem ábyrgð bera á leyfisveitingu fyrir sinubrennslu að gaumgæfa vel allar leyfisveitingar sérstaklega þar sem aðstæður eru sem að framan er lýst. Hún hvetur jafnframt til þess að sinubrennur verði aldrei leyfðar nema að undangenginni vettvangsskoðun umsagnaraðila."
Ályktunin var send til sýslumannsins á Akureyri, náttúruverndarnefndar, héraðsráðunauta, gróðurverndarnefndar og afrit til umhverfisráðuneytis og slökkviliðstjóra. Engin formleg viðbrögð bárust frá þessum aðilum.
Í kjölfar mikilla sinuelda vorið 2004 samþykkt sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftirfarandi ályktun:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vill af gefnu tilefni lýsa því yfir að hún telur sinubrennur í þéttri byggð eins og víða er í sveitarfélaginu og næsta nágrenni þess engan veginn ásættanlegar. Hún telur að slíkar brennur brjóti í raun alltaf gegn ákvæðum laga nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, sbr. 2. gr. þeirra laga sbr. einnig ákvæði í reglugerð við þau lög þar sem m. a. segir að aldrei megi brenna sinu þar sem almannahætta stafar af. Brennurnar hljóta ávallt að valda þeim, sem reykinn leggur yfir, verulegum óþægindum. Þegar slíkt ástand varir klukkustundum saman má tala um að brennunni fylgi almannahætta. Að margra áliti fara brennur af þessum toga auk þess undantekninga lítið í bága við skynsamlega umhverfisstefnu.
Sveitarstjórn hvetur alla þá sem ábyrgð bera á leyfisveitingu fyrir sinubrennslu að gaumgæfa vel allar leyfisveitingar sérstaklega þar sem aðstæður eru sem að framan er lýst. Hún hvetur jafnframt til þess að sinubrennur verði aldrei leyfðar nema að undangenginni vettvangsskoðun umsagnaraðila."
Ályktunin var send til sýslumannsins á Akureyri, náttúruverndarnefndar, héraðsráðunauta, gróðurverndarnefndar og afrit til umhverfisráðuneytis og slökkviliðstjóra. Engin formleg viðbrögð bárust frá þessum aðilum.