Fréttayfirlit

Umdæmi héraðsdýralækna verða fimm

Umdæmi héraðsdýralækna verða fimm Í dag verður umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar fækkað úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tileyra N-Vesturumdæmi. Við endurskoðun á fyrirkomulagi dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum landsins fyrr á árinu var ákveðið að fækka héraðsdýralæknum samhliða verkkaupum af dýralæknum í dreifðum byggðum. Fyrri áfangi er nú stiginn sem er fækkun úr sex umdæmum í fimm og seinni áfangi verður stiginn á næsta ári og þá fækkað í fjögur umdæmi. Skrifstofa Matvælastofnunar á Hvanneyri verður áfram rekin þar samhliða skrifstofu umdæmisins í Hafnarfirði. Skrifstofa N-Vesturumdæmis er áfram á Sauðárkróki, en samhliða rekur Matvælastofnun skrifstofu fiskeldismála á Ísafirði. Umdæmin eru nú þessi: Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðarhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjasveit. Austurumdæmi: Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur. Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær. Ítarefni Umdæmisstofur/héraðsdýralæknar Skoða á mast.is
14.09.2020
Fréttir

Bændamarkaðirnir af stað aftur

Matarstígur Helga magra mun fara af stað á nýjan leik með bændamarkaðina sem vöktu mikla lukku í sumar, áður en þeim þurfti að fresta vegna sóttvarna. Nú hafa verið settir þrír markaðir á dagskrá, 26. september og 3. október í Laugarborg í Hrafnagilshverfi kl. 12-16 og á Brunir horse á Brúnum 10. október kl. 12-16. Þá ákvað stjórn matarstígsins að setja upp skrifstofu í Félagsborg þrjá daga í viku, miðvikudaga til föstudaga, til að auðvelda aðgengi að verkefnastjóra, en hann verður til viðtals kl. 9 og 12 þessa daga. Framundan eru styrkumsóknir í ýmsa sjóði og mun verkefnastjóri verða félögum matarstígsins til aðstoðar við styrkumsóknir án endurgjalds.
09.09.2020
Fréttir

Vetrarlokun er hafin á Smámunasafninu

Við þökkum öllum þeim fjölda gesta sem komu í heimsókn í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.
08.09.2020
Fréttir

Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit auglýsir

Í ráði er að hefja félagsstarfið 22. sept. í Félagsborg, svo fremi að covid-19 veiran valdi ekki frekari truflun. Nýjar hugmyndir félagsmanna á starfseminni eru kærkomnar. Tímar í íþróttahúsinu verða sömu daga og í fyrra. Mánudaga kl. 10.30-12.00 fimmtudaga kl. 12.30-14.00 Fyrsti tíminn verður 10. sept. Í boði er hádegisverður í mötuneyti þessa daga líkt og áður, fyrir sama verð. Kv. stjórnin.
04.09.2020
Fréttir

Myndlistarsýning í tilefni afmælis Krummakots

Mánudaginn 14. september eru liðin þrjátíu og þrjú ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna afmælinu opnum við myndlistarsýningu í Aldísarlundi á afmælisdeginum sjálfum. Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir velunnarar leikskólans eru hvattir til að líta við og sjá fjölbreytnina í verkum nemenda. Gaman væri að sem flestir gerðu sér ferð upp í Aldísarlund og fögnuðu þannig afmælinu með okkur. Þema sýningarinnar er haustið og allt sem snýr að því fallega sem að við sjáum í haustinu. Kær Kveðja, Erna Káradóttir, skólastjóri á Krummakoti.
04.09.2020
Fréttir

Fundarboð 554. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

554. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. september 2020 og hefst kl. 15:00.
01.09.2020
Fréttir

Sundlaug og rækt opna kl. 8:00 á föstudaginn 4. september

Vegna viðhalds á gólfi í búningsklefum opna sundlaugin og líkamsræktin ekki fyrr en kl. 8:00 föstudaginn 4. sept. Kveðja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
01.09.2020
Fréttir

Vetraropnun í sundlauginni

Vetraropnun hefur tekið gildi og er eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-22:00 Föstudaga kl. 6:30-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Hætt er að hleypa ofaní 30 mín. fyrir lokun. Verið velkomin. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.
25.08.2020
Fréttir

Gangnaseðlar 2020

Gangnaseðla 2020 má nálgast hér í fréttinni og prenta út.
21.08.2020
Fréttir

Tilkynning frá Fjallskilanefnd vegna Covid-19

Á fundi sínum þann 21. ágúst 2020 fór Fjallskilanefnd yfir leiðbeiningar frá Almannavörnum vegna gangna og rétta vegna Covid-19 og leggur áherslu á að aðilar kynni sér þær leiðbeiningar vel.
21.08.2020
Fréttir