Vegna heimsendingar á matvörum

Fréttir

Af gefnu tilefni er æskilegt að benda þeim sem stefna á að nýta sér heimsendingu á matvörum á vegum sveitarfélagsins að þriggja daga afgreiðslufrestur er á pöntunum í Nettó þessa dagana vegna mikils álags. Því er æskilegt að panta á föstudegi, eða ekki síðar en á laugardegi, svo vörur verði örugglega tilbúnar til afhendingar á þriðjudegi klukkan 11:00.