Ánægjulegt er að geta orðið að liði fyrir þá sem það þarfnast á þessum tímum og er ágætis eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu sveitarfélagsins af matvörum.
Í dag fór Elmar Sigurgeirsson, forstöðumaður eignasjóðs, og sótti tvær fullar innkaupakerrur í Nettó þar sem sex aðilar höfðu sóst eftir þjónustunni. Á þriðjudögum fer sveitarfélagið ferð í búðina fyrir þá sem pantað hafa vörur og teljast til áhættuhóps en mikil aðsókn er í pantanir á heimasíðu Nettó og þarf því að huga pöntun með góðum fyrirvara til að fá þær afhentar á réttum tíma.
Auðvelt er að sækjast eftir þjónustunni með því að hringja á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463-0600 eða senda tölvupóst á esveit@esveit.is.
Við pöntun á heimasíðunni þarf síðan bara að skrá að varan verði sótt klukkan 11:00 á þriðjudegi og setja í athugasemd að Eyjafjarðarsveit muni sækja vörurnar. Þá þarf að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita að pöntunin hafi verið framkvæmt og hvert fjögurra stafa pöntunarnúmer hennar er.
Frábært er að sjá hve vel þjónustunni er tekið og hvetjum við fólk til að nýta sér þetta.
Munið eftir páskaegginu í næstu pöntun.