Fréttayfirlit

Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti sl. vetur að hefja vinnu við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi. Markmið deiliskipulagsins er að marka stefnu um áframhaldandi uppbyggingu Hrafnagilshvefis á komandi áratugum. Drög skipulagslýsingar hafa verið kynntar og er á þessu stigi máls verðmætt að fá fram athugasemdir sem snúa að umfangi verkefnisins, þ.e. hvort æskilegt sé að líta til þátta sem ekki koma fram í drögum að skipulagslýsingu.
26.06.2020
Fréttir

KJÖRFUNDUR VEGNA KJÖRS FORSETA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ 2020

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00, stefnt er að lokun kjörfundar kl. 18:00. Tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22:00, nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 16. júní 2020; Einar Grétar Jóhannsson, Elsa Sigmundsdóttir og Níels Helgason.
24.06.2020
Fréttir

Áframhaldandi reiðvegauppbygging

Eyjafjarðarsveit og hestamannafélagið Funi skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið leggur til fjárhæð allt að 2mkr á ári til ársloka 2023 gegn mótframlagi úr reiðvegasjóði og er þetta framlenging á fyrri samning.
24.06.2020
Fréttir

Kynningarfundur - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Kynning á deiliskipulagslýsingu miðvikudaginn 24.júní klukkan 17:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Skipulagsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi nýs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi í samstarfi við þau Árna Ólafsson og Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu Arkitekta.
18.06.2020
Fréttir

Kynningarfundur - Leikskólinn Krummakot og Hrafnagilsskóli nýbyggingaráform

Miðvikudaginn 24.júní klukkan 16:00 – 17:00 á að kynna hugmyndir um nýbyggingaráform fyrir íbúum sveitarfélagsins og verða arkitektar hússins þeir Sigurður Gústafsson og Garðar Guðnason frá OG Arkitektum á svæðinu þar sem fundargestum gefst færi á að spyrja og koma með athugasemdir.
18.06.2020
Fréttir

Kvennahlaup 13. júní

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 13. júní kl. 11:00.
11.06.2020
Fréttir

Forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020

Frá 16. júní til og með 26. júní liggur kjörskrá vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skóltröð 9.
09.06.2020
Fréttir

Sundlaugin lokuð miðvikudaginn 10. júní

Sundlaugin í Hrafnagilshverfi verður lokuð miðvikudaginn 10. júní kl. 8:00-22:00 vegna námskeiðs starfsmanna. 
09.06.2020
Fréttir

Lokun skrifstofu f.h. 10. júní

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð fyrir hádegi miðvikudaginn 10. júní vegna námskeiðs starfsmanna. 
08.06.2020
Fréttir

Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020 fer um Eyjafjarðarsveit 20. júní kl. 9:00-11:00

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna um Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum. Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun allt að 30 manna hópur hjóla frá Akureyri um Miðbraut hjá Hrafnagili og norður í Vaðlaheiðargöng. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um kl. 14:00 en hér má sjá kortmynd sem sýnir ágætlega hvar leiðirnar liggja. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka gát á þessum tíma.
04.06.2020
Fréttir