Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti sl. vetur að hefja vinnu við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi. Markmið deiliskipulagsins er að marka stefnu um áframhaldandi uppbyggingu Hrafnagilshvefis á komandi áratugum. Drög skipulagslýsingar hafa verið kynntar og er á þessu stigi máls verðmætt að fá fram athugasemdir sem snúa að umfangi verkefnisins, þ.e. hvort æskilegt sé að líta til þátta sem ekki koma fram í drögum að skipulagslýsingu.
26.06.2020
Fréttir