Kæru sveitungar

Fréttir

Við viljum byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur og sett dósir og flöskur í þar til gerðan gám á gámasvæðinu norðan Hrafnagilsskóla. Þessir peningar koma sér vel og fara allir í ferðasjóðinn okkar.
Okkur langar að biðja fólk um að passa að ekki sé rusl í flöskupokunum sem fara í gáminn og að dósirnar séu ekki beyglaðar saman. Foreldrar okkar hafa lent í vandræðum í Endurvinnslunni út af þessu.
Við sendum ykkur óskir um gleðilega páska, nemendur í 10. bekk.