Gleðilegt sumar

Fréttir

Nú er snjórinn óðum að hverfa í sveitinni og þá kemur gjarnan í ljós ýmislegt rusl í vegköntum, rúlluplast á girðingum og kerfill hér og þar.
Umhverfisnefndin vill hvetja íbúa til að tína rusl og stinga upp illgresi í kringum sig.
T.d. er kjörið að nýta „Dag umhverfisins“, laugardaginn 25. apríl, til útveru og tiltektar en þá er jafnframt „Stóri Plokkdagurinn“ sem er landsátak í ruslatínslu.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar

Facebooksíða Plokk Á Íslandi