Laus staða við Hrafnagilsskóla

Fréttir

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs.

Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar, kórastarf, og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020 og nær ráðningin til eins ár.

 

Leitað er eftir tónmenntakennara sem

  • Er tónlistarmenntaður.
  • Sýnir metnað í starfi.
  • Hefur reynslu af tónmenntakennslu.
  • Hefur reynslu af því að stjórna kór.
  • Býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.