Gönguhópur
Bestu kveðjur,
Íþrótta- og tómstundanefnd
Norræna félagið á Akureyri stendur fyrir Norrænum handverksdögum í vikunni fyrir hina árlegu handverkshátíð við
Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Um er að ræða fjóra námskeiðsdaga þar sem hægt er að velja mismunandi námskeið. Áhersla verður lögð á notkun
gamalla handverksaðferða í nýjum búningi. Að þessu sinni hefur Norræna félagið fengið 4 kennara til liðs við sig, alla tengda Skals
Håndarbejdsskole í Danmörku. Þeir eru:
Björk Ottósdóttir Dietrichson, kennari á Skals.
Jytte Marie Kodal, kennari á Skals.
Inge-Marie Regnar, kennari og eigandi fyrirtækisins Filteriet.
Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari og eigandi verslunarinnar Nálarinnar í Reykjavík.
Félagsmenn Norræna félagsins fá 3000 kr. afslátt af fyrsta námskeiðinu og
1000 kr. afslátt af hverju námskeiði sem tekið er þátt í eftir það.
Notið tækifærið og skráið ykkur í Norræna félagið!!!
Einnig má benda á að sum verkalýðsfélög niðurgreiða námskeið af þessu
tagi. Sjá nánar á www.listalind.is
Hátíðin Uppskera og handverk 2008 verður haldin í og við Hrafnagilsskóla dagana 8-10. ágúst n. k. Sigurlína Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sýningarinnar í ár. Sigurlína er búsett í Finnlandi en hún kemur til landsins þann 1. maí n k.
Hægt er að fylgjast með framvindu mála á síðunni http://www.handverkshatid.is/
Föstudaginn 18. apríl 2008, kl. 10:00, voru á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar opnuð tilboð í verkið Reykárhverfi 4 - gatnagerð lagnir,
samkvæmt tilboðsgögnum sem unnin voru af Verkfræðistofu Norðurlands í apríl 2008.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Tilboðsgjafi Tilboð % af áætlun
Eiríkur Rafnsson 26.600.000 128,52%
G. Hjálmarsson ehf. 26.300.000 127,07%
G.V. Gröfur hf. 19.857.000 95,94%
Finnur ehf 23.503.658 113,56%
Kostnaðaráætlun 20.697.500 100,00%
Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist á næstu dögum.