Tónleikar 16. mars 2008 kl. 15.00 í Laugarborg
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur:
Guðrún Óskarsdóttir / sembal & Kolbeinn Bjarnason / þverflauta
J. S. Bach / Sónata í C-dúr BWV1033 fyrir flautu og sembal
Hugi Guðmundsson / Ascendi (2007) fyrir altflautu og semball FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI
Henry Purcel / Svíta nr. 7 í d-moll fyrir sembal
Þorkell Sigurbjörnsson / Kalaïs
J. S. Bach / Sónata í e-moll BWV1034 fyrir flautu og sembal
Diana Rotaru / Play! (2007) fyrir flautu og sembal FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.
Bæði verkin sem frumflutt verða á tónleikunum eru skrifuð fyrir flytjendurna og voru þau bæði frumflutt á
alþjóðlegri tónlistarhátíð í Japan í ágúst 2007 þar sem þau frumfluttu verk eftir japönsk, íslensk og
rúmensk tónskáld.
Guðrún Óskarsdóttir
Að loknu píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 nam Guðrún semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengellé í París.
Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari og meðleikari á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu. Hún leikur jöfnum höndum nýja tónlist og barokktónlist m.a. með Bach-sveitinni í Skálholti, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún hefur einnig unnið með Strengjaleikhúsinu,
Íslenska dansflokknum og í Íslensku óperunni.
Kolbeinn Bjarnason
las bókmenntir og heimspeki við HÍ en lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1979. Hann stundaði síðan nám hjá Manuelu Wiesler í 3 ár. Kolbeinn bjó um skeið í Basel, Amsterdam og New York þar sem hann nam af ýmsum flautuleikurum. Kolbeinn hefur komið fram sem einleikari á fjölmörgum tónlistarhátíðum á Íslandi, einnig í mörgum Evrópulöndum,
Bandaríkjunum, Mexikó og Japan. Hann hefur frumflutt tónlist fjölmargra íslenskra og erlendra tónskálda og hljóðritað verk þeirra fyrir íslenskar, bandarískar og ítalskar hljómplötuútgáfur.
Guðrún og Kolbeinn hafa leikið saman síðan 1990, hérlendis og erlendis,
bæði gamla tónlist og nýja.
Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenkra tónlistarmanna með samningi við Menntamálaráðuneyti
Guðrún Óskarsdóttir
Að loknu píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 nam Guðrún semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengellé í París.
Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari og meðleikari á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu. Hún leikur jöfnum höndum nýja tónlist og barokktónlist m.a. með Bach-sveitinni í Skálholti, Caput, Kammersveit Reykjavíkur og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún hefur einnig unnið með Strengjaleikhúsinu,
Íslenska dansflokknum og í Íslensku óperunni.
Kolbeinn Bjarnason
las bókmenntir og heimspeki við HÍ en lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1979. Hann stundaði síðan nám hjá Manuelu Wiesler í 3 ár. Kolbeinn bjó um skeið í Basel, Amsterdam og New York þar sem hann nam af ýmsum flautuleikurum. Kolbeinn hefur komið fram sem einleikari á fjölmörgum tónlistarhátíðum á Íslandi, einnig í mörgum Evrópulöndum,
Bandaríkjunum, Mexikó og Japan. Hann hefur frumflutt tónlist fjölmargra íslenskra og erlendra tónskálda og hljóðritað verk þeirra fyrir íslenskar, bandarískar og ítalskar hljómplötuútgáfur.
Guðrún og Kolbeinn hafa leikið saman síðan 1990, hérlendis og erlendis,
bæði gamla tónlist og nýja.
Tónleikarnir eru styrktir af Félagi íslenkra tónlistarmanna með samningi við Menntamálaráðuneyti