Fjöldi fólks vítt og breitt af Norðurlandi lagði leið sína fram
í Halldórsstaði í Eyjafarðarsveit nú nýverið þegar ábúendur þar þau Rósa Hreinsdóttir og Guðbjörn Elfarsson tóku í notkun nýtt og glæsilegt 300 kinda fjárhús.
Húsið er einnig hesthús þar sem rúm er fyrir 20 hesta. Í heild er byggingin 460 fermetrar. Alls eru Rósa og Guðbjörn með
500 fjár sem er langstærsta fjárbú hér í sveit.
Ærnar eru hafðar á taði sem nú er aftur að riðja sér til rúms en um áratuga skeið voru nær eingöngu byggð fjárhús með grindum og vélgengum kjöllurum. Nú er hinsvegar talið að sauðfé líði mun betur á taði heldur en ef það er haft á grindum.Auk þess að byggingin verður mun ódýrari án áburðarkjallara. Í þessu nýja fjárhúsi er vélgengt í allar krærnar og taðinu mokað út með traktor á nokkurra mánaða fresti.
Húsið er stálgrindarhús frá fyrirtækinu Hýsi ehf, í Mosfellsbæ og voru starfsmenn þess á staðnum og veittu gestum upplýsingar um húsin.
Ærnar eru hafðar á taði sem nú er aftur að riðja sér til rúms en um áratuga skeið voru nær eingöngu byggð fjárhús með grindum og vélgengum kjöllurum. Nú er hinsvegar talið að sauðfé líði mun betur á taði heldur en ef það er haft á grindum.Auk þess að byggingin verður mun ódýrari án áburðarkjallara. Í þessu nýja fjárhúsi er vélgengt í allar krærnar og taðinu mokað út með traktor á nokkurra mánaða fresti.
Húsið er stálgrindarhús frá fyrirtækinu Hýsi ehf, í Mosfellsbæ og voru starfsmenn þess á staðnum og veittu gestum upplýsingar um húsin.