Fréttayfirlit

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 2023

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár verður haldin minningarathöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi sunnudaginn 19. nóvember. Öll eru velkomin. Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar munu einnig standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land, sunnudaginn 19. nóvember og verður streymt frá einhverjum þeirra á Facebooksíðum björgunarsveita og slysavarnadeilda. Að baki minningardeginum standa auk Samgöngustofu, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan og Vegagerðin. Útvarpsstöðvar landsins sameinast í spilun á When I think of angels Lagið When I think of Angels er orðið einkennislag minningardagsins hér á landi. Það er samið af KK (Kristjáni Kristjánssyni) og sungið af systur hans Ellen. Kristján samdi lagið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í bandaríkjunum árið 1992. Allar útvarpsstöðvar landsins með beinar útsendingar munu sameinast í spilun lagsins kl. 14:00 á minningardeginum. Upplýsingar um dagskrá og væntanlega viðburði Sjá nánar hér 
16.10.2023
Fréttir

Styrkir vegna varmadæla í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit veitir fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit í því skyni að setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta (lögheimili) er skráð á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Styrkurinn er hugsaður til þess að styrkja eigendur og íbúa viðkomandi fasteigna til þess að setja upp varmadælu þar sem því verður ekki komið við að nýta hitaveitu tæknilega eða með hagkvæmum hætti fjárhagslega. Skilyrði styrks Eyjafjarðarsveit styrkir þinglýstan eiganda íbúðarhúsnæðis sem hyggst ráðast í framkvæmd vegna varmadælu til orkusparnaðar. Skilyrði er að umrædd fasteign njóti nú þegar niðurgreiðslu til húshitunar og að framkvæmdin hljóti styrk frá Orkustofnun. Styrkur fæst eingöngu til kaupa á varmadælu og efni tengdu henni innan tæknirýmis. Ekki er veittur styrkur til efniskaupa á lögnum í húsi eða breytingar á lögnum sem fyrir eru utan tæknirýmis þrátt fyrir að það séu afleiðingar af uppsetningu varmadælunnar. Upphæð styrks Eyjafjarðarsveit styrkir eiganda fasteignar um allt að 50% af efniskostnaði samkvæmt ofangreindu sem fellur á eiganda fasteignar eftir að styrkur frá Orkustofnun hefur verið greiddur og aðrar niðurgreiðslur sem við eiga, þó getur styrkur frá sveitarfélaginu aldrei orðið hærri en 500.000 krónur. Samþykki styrks og greiðsla Umsækjandi skilar inn undirritaðri styrkumsókn til Eyjafjarðarsveitar þar sem framkvæmdinni eru gerð skil. Umsókninni skulu fylgja allar viðeigandi kvittanir, samningur við Orkustofnun og staðfesting á greiðslu styrks frá Orkustofnun til sama verkefnis. Aðilar geta sótt um styrkinn með því að hafa samband við skirfstofu sveitarfélagsins eða með því að fylla út umsóknina á heimasíðunni en slóðina má nálgast hér.
13.10.2023
Fréttir

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar. Sveitarstjóri.
13.10.2023
Fréttir

Kæru sveitungar

Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega. Því óskum við eftir að fá sent til okkar t.d. skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins eru ábendingar vel þegnar um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni, jafnvel ljósmyndir fyrr og nú, samanburð af húsum eða sjónarhorni, hvað eina sem ykkur dettur í hug og gæti átt erindi í Eyvind. Kær kveðja frá ritnefnd Benjamín Baldursson s: 899-3585, tjarnir@simnet.is Berglind Kristinsdóttir s: 693-6524, berglind@esveit.is Arnbjörg Jóhannsdóttir s: 894-6922, kvistar@internet.is Snæfríð Egilson, snaefrid66@gmail.com Arnór Bliki Hallmundsson s: 864-8417, hallmundsson@gmail.com
10.10.2023
Fréttir

Fundarboð 618. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 618. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. október 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 139 - 2310001F 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 398 - 2310002F 2.1 2306026 - Finnastaðir - beiðni frá HMS um aðgreiningu staðfanga 2.2 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis 2.3 2310011 - Teigur - umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku 2023 2.4 2309035 - Háaborg - umsókn um stofnun lóðar 2.5 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni 2.6 2309044 - Hvítbók um skipulagsmál 2.7 2310010 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 12. fundar 2.8 2310008 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags 2.9 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi 2.10 2309038 - Umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytið - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti Fundargerðir til kynningar 3. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 141. fundar skólanefndar - 2309041 4. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 142. fundar skólanefndar - 2309042 5. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 143. fundar skólanefndar - 2309040 Almenn erindi 6. Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri - 2309021 7. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024 8. Drög að samþykkt um Öldungaráð - síðari umræða - 2202017 9. Málstefna Eyjafjarðarsveitar - 2309007 10. Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir ári 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 - 2309043 11. Kjördæmadagur haust 2023 - 2310006 12. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 13. Stefna gegn Eyjafjarðarsveit - 2104019 14. Staða á rekstri málaflokka 31.08.2023 - 2310013 15. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - fyrri umræða - 2310012 16. Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra - 2111001 17. Málefni landbúnaðar - 2310015 10.10.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
10.10.2023
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi og starfsmaður í frístund Óskum eftir að ráða starfsmann í 50 - 65% starfshlutfall. Um er að ræða stuðning með nemanda í 1. bekk og vinnu í frístund. Hæfniskröfur starfsmanns: Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum. Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hefur gott orðspor og athafnir á vinnustað samrýmast starfinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
09.10.2023
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans ● Kennari í 100% starf ● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur • Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. • Færni í að vinna í stjórnendateymi. • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. • Góð íslenskukunnátta skilyrði. • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. október 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
03.10.2023
Fréttir

Lýðheilsuvísar 2023 - Norðurland

Lýðheilsuvísar 2023 - Norðurland Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma. Það er Landlæknisembættið sem safnar saman upplýsingum og gefur vísana út. Á dögunum voru birtir lýðheilsuvísar fyrir árið 2023 og þá nýjung að finna að nú voru tekin fyrir stærstu sveitarfélögin og lýðheilsuvísar birtir sérstaklega fyrir þau. Við val áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna og eru þeir því sérstaklega nytsamlegir í verkefni eins og Heilsueflandi samfélagi. Út frá þessum vísum er hægt að setja upp áhersluverkefni sem nýtast hverju svæði fyrir sig. Hvað Norðurland varðar eru hér dæmi um helstu lýðheilsuvísa þar sem tölur eru frábrugðnar landsmeðaltali: Færri sem búa í leiguhúsnæði. Færri fullorðnir hafa orðið fyrir mismunun. Þátttaka í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum meiri. Hamingja fullorðinna minni. Fleir sem meta líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Fleiri fullorðnir nota blóðsykurslækkandi lyf. Hvað Akureyrarbæ varðar sérstaklega eru helstu frávik frá landsmeðaltali þessi: Fleiri nemendur í 7. bekk nota virkan ferðamáta í skóla. Sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára færri. Þátttakan í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini meiri. Færri heilsugæslu- og sérfræðingaheimsóknir. Nikótínpúðanotkun ungs fólks, 18-34 ára, meiri. Fleiri fullorðnir meta andlega og líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Nánari upplýsingar um lýðheilsuvísa 2023 má finna á vefsíðu landlæknis, www.landlaeknir.is undir hlekknum Útgefið efni.
03.10.2023
Fréttir

Íþróttavika Evrópu - Fyrirlestur á Brúnum, skráning

Á morgun, laugardaginn 30. september kl. 11:00-13:00, verður fyrirlestur á Brúnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Það er Sjálfsrækt á Akureyri sem býður upp á fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan. Súpa og brauð að hætti hjónanna á Brúnum eftir fyrirlesturinn. Vegna veitinganna þarf að skrá sig á fyrirlesturinn á netfanginu sundlaug@esveit.is. Fimm leiðir að vellíðan er áhugahvetjandi fyrirlestur sem gefur þér upplýsingar og aðferðir við að auka hamingju og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum á líðan og hamingju fólks, sem embætti landlæknis styðst við og notar í heilsueflingastarfi. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvæga þætti er varðandi andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hvernig við sjálf getum haft mjög mikið um þá þætti að segja. Við förum yfir þessa fimm þætti: félagstengsl, hreyfingu og næringu, núvitund og sjálfsumhyggju, styrkleika og vaxtarhugarfar, ásamt því að gefa af sér og láta gott af sér leiða og kennum aðferðir til þess að auka eigin vellíðan í daglegu lífi með því að tileinka sér þær aðferðir sem fjallað er um.
29.09.2023
Fréttir

Flokkun matarleyfa við húsvegg

Á heimasíðu Moltu ehf. má finna góðar upplýsingar um hvaða matarleyfar megi fara í moltugerðina.
27.09.2023
Fréttir