Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í auglýsingu skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði VÞ22 stækkar til suðurs og nær yfir svæði sem í núverandi aðalskipulagi eru skilgreind sem íbúðarsvæði (ÍB22) og skógræktar- og landgræðslusvæði. VÞ22 verður eftir breytinguna 3,5 ha að stærð og íbúðarsvæði ÍB22 fellur út. Breytingin miðar að því að innan svæðis VÞ22 verði heimilt að reisa hótel. Breyting á deiliskipulaginu felur í sér að skipulagssvæðið stækkar úr 2,6 ha í 5,3 ha, þannig að það nær yfir fyrirhugað hótel og aðkomusvæði. Á hótellóðinni verði heimilt að reisa allt að 5 hæða hótel með allt að 120 herbergjum, auk bílgeymslu og þjónusturýmis. Bílastæði og aðkomusvæði yrðu vestan og sunnan byggingarreits auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri laug sem næði frá núverandi laug Skógarbaða að hóteli.
Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 12.04 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og fylgir skipulagstillögunum umhverfisskýrsla.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 9. nóvember og 21. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vefsíðu Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 805/2023 og 807/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til 21. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi