Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir skrifstofu- og fjármálastjóra

Fréttir

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða skrifstofu- og fjármálastjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með mikla samskiptafærni og frumkvæði sem tileinkað hefur sér skipulögð og vönduð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.

Skrifstofu- og fjármálastjóri tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins og leiðir margþætt verkefni er varðar stjórnsýslu og fjármál á tímum framfara og þróunar í fjölskylduvænu og samheldnu samfélagi Eyjafjarðarsveitar.

Skrifstofu- og fjármálastjóri er staðgengill sveitarstjóra.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð og stjórnun á daglegri starfsemi skrifstofu þar með talið mannahaldi, þróun verklags og þjónustu.
  • Fjárhagsáætlanagerð og uppgjör fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Yfirsýn og eftirlit með útgjöldum og tekjum sveitarfélagsins.
  • Umsjón með stefnumótandi verkefnum í tengslum við stjórnsýslu og fjármál og eftirfylgni með þeim.
  • Leiðbeinir um stjórnsýsluleg málefni og samræmir góða stjórnsýsluhætti í allri starfsemi sveitarfélagsins.
  • Ber ábyrgð á framkvæmd rekstrar-, fjárhags-, launa- og starfsáætlana í samvinnu við sveitarstjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn.
  • Boðun og viðvera á sveitarstjórnarfundum, umsýsla og ritun fundargerða sveitarstjórnar og eftirfylgni með ýmsum málum sveitarstjórnar. Seta á nefndarfundum eftir þörfum. 
  • Samskipti við deildir og íbúa sveitarfélagsins, samskipti við ýmsa opinbera aðila.
  • Staðgengill sveitarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og farsæl reynsla af stjórn fjármála og reksturs, þ.m.t. áætlanagerð.
  • Farsæl reynsla af stjórnun.
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu.
  • Þekking og reynsla af málefnum sveitarfélaga er kostur.
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Samvinnuþýði og jákvæðni í samskiptum við samstarfsmenn og aðra þá er starfinu tengjast.
  • Jákvæð áhrif á starfsumhverfi.
  • Hæfni til að leiða og hrinda í framkvæmd verkefnum í teymisvinnu.
  • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið skal skila inn með tölvupósti á sveitarstjori@esveit.is með titlinum "Starfsumsókn skrifstofu- og fjármálastjóri" eigi síðar en 14. janúar 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri, á tölvupósti sveitarstjori@esveit.is eða í síma 463-0600.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, listi meðmælenda og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að sinna starfi skrifstofu- og fjármálastjóra Eyjafjarðarsveitar.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.