Eyjafjarðarsveit er útnefnt í 3. sæti við val á draumasveitarfélaginu árið 2008, vegna ársins 2007,
í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál.
Vísbending gefur sveitarfélögunum einkunn samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem vikuritið gengur út frá og fær Eyjafjarðarsveit 6,7.
Vísbending gefur sveitarfélögunum einkunn samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem vikuritið gengur út frá og fær Eyjafjarðarsveit 6,7.
Þær forsendur sem Vísbending byggir á við val á draumasveitarfélaginu eru m.a.:
1) Skattheimta þarf að vera sem minnst.
2) Breytingar á fjölda íbúa hóflegar.
3) Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%.
4) Hlutfall skulda af tekjum sé sem næst 1.0.
5) Veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0 þannig að sveitarfélagið hafi góða lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun.
Hvað önnur sveitarfélög varðar má benda á að Seltjarnarnes fær einkunnina 7,8 og er eina sveitarfélagið sem fær yfir 7,0 í einkunn. Næst kemur Snæfellsbær með 6,8, þá Eyjafjarðarsveit með 6,7. Húnaþing vestra og Hveragerði eru jöfn með 6,4. Þá kemur Dalvíkurbyggð með 6,3, Akureyri með 6,2, Garðabær með 6,1, Ölfus með 6,0 og Mosfellsbær með 5,9.
Á þessu má sjá að vel hefur verið staðið að rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum og að staða sveitarfélagsins er afar sterk miðað við áðurnefndar forsendur.
1) Skattheimta þarf að vera sem minnst.
2) Breytingar á fjölda íbúa hóflegar.
3) Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%.
4) Hlutfall skulda af tekjum sé sem næst 1.0.
5) Veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0 þannig að sveitarfélagið hafi góða lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun.
Hvað önnur sveitarfélög varðar má benda á að Seltjarnarnes fær einkunnina 7,8 og er eina sveitarfélagið sem fær yfir 7,0 í einkunn. Næst kemur Snæfellsbær með 6,8, þá Eyjafjarðarsveit með 6,7. Húnaþing vestra og Hveragerði eru jöfn með 6,4. Þá kemur Dalvíkurbyggð með 6,3, Akureyri með 6,2, Garðabær með 6,1, Ölfus með 6,0 og Mosfellsbær með 5,9.
Á þessu má sjá að vel hefur verið staðið að rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum og að staða sveitarfélagsins er afar sterk miðað við áðurnefndar forsendur.