Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 19:45 og blótið sett kl. 20:30.
Veislustjórar kvöldsins verða Oddur Bjarni Þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson, söngvarar úr Ljótu hálfvitunum, þrautreyndir leikarar og grínarar. Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Aldurstakmark er árgangur 1996.
Að vanda mæta gestir með trog sín troðin súru, reyktu, nýju og kæstu! Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað. Gos- og kaffisala verður í húsinu til fjáröflunar fyrir Samherja.
Miðapantanir og miðasala Tekið verður á móti miðapöntunum sem hér segir:
Miðvikudaginn 23. janúar kl. 20-22 Jóhanna Dögg s: 867-9709, Edda s: 894-1303, Inga s: 896-4895
Fimmtudaginn 24. janúar milli kl 20-22 Kristín s: 864-0259, Anna s: 869-8466, Guðrún s: 846-5901
Sala aðgöngumiða verður mánudaginn 28. janúar og þriðjudaginn 29. janúar kl. 20-22 í anddyri Íþróttahúss Hrafnagilsskóla. Ósóttir miðar verða seldir.
Ath. ekki tekið við greiðslukortum. Miðaverð 4000 kr.
Nú fögnum við íbúar Eyjafjarðarsveitar þorra eins og okkur einum er lagið!
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2013
Hannes og Ásta Hjarðarlundi 7, Guðrún og Tryggvi
í Hvassafelli, Pétur á Rútsstöðum, Inga Arnhildur í Hrafnagilsskóla,
Hermann og Ingibjörg í Klauf, Adda Bára og Víðir á Grund, Edda og Ragnar í Hól, Jón og Kristín í Berglandi,
Hafdís og Halldór á Eyvindarstöðum, Steingrímur í Skjólgarði, Jóhanna og Óðinn á Sigtúnum, Anna Rappich í
Kristnesi,
Jóhann Ó. og Katrín í Brekkutröð, Hallgrímur og Hrönn í Sunnutröð.