Fréttayfirlit

Framtíðarstarf við leikskólann Krummakot í Hrafnagilshverfi

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 76 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélagi.
17.10.2024
Fréttir

Fundarboð 641. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

641. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. Október 2024 og hefst kl. 08:00.
15.10.2024
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI LEITAR EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF

● Leikskólakennara eða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður á deild. Æskileg starfsbyrjun er sem fyrst eða eftir samkomulagi. ● Starfsfólk í afleysingu inn á deild ● Starfsfólk í eldhús 50%/50% eða 100% stöðu
08.10.2024
Fréttir

Styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð

Nú styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra en fresturinn er til hádegis 16. október n.k. Umsækjendur er hvattir til að skoða upplýsingar hér á heimasíðu SSNE: Uppbyggingarsjóður | SSNE.is Jafnframt er bent á það að allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við umsóknarskrif og má finna lista yfir starfsfólk hér.
08.10.2024
Fréttir

Fundarboð 640. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Boðað er til 640.fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem fram fer í fundarstofu 2, fimmtudaginn 3.október 2024 klukkan 8:00.
01.10.2024
Fréttir

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í Hrafnagilshverfi, miðvikudaginn 2.10.2024

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir KALT VATN í Hrafnagilshverfi, miðvikudaginn 2.10.2024 Áætlaður verktími er frá kl. 14:00 og fram eftir degi eða á meðan á vinnu stendur. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokun stendur þar sem vatnið er óblandað og kann að vera mjög heitt. Góð ráð vegna þjónusturofa má finna á heimasíðu okkar www.no.is Kveðja Norðurorka.
01.10.2024
Fréttir