Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – kynning tillögu á breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. september 2023 að vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á skrifstofu sveitarfélagsins frá 21. september til 5. október 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 5. október 2023 til að gera athugasemdir við tillögurnar. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri miðvikudaginn 27. september milli kl. 13:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillögurnar.
Skipulagsfulltrúi.
19.09.2023
Fréttir