Seinni undankeppni Fiðrings á Norðurlandi fer fram í Laugarborg 19. apríl kl. 20
Seinni undankeppni Fiðrings á Norðurlandi fer fram í Laugarborg 19. apríl kl 20. Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Sex grunnskólar etja kappi í Laugarborg; Hrafnagilsskóli, Borgarhólsskóli, Þelamerkurskóli, Síðuskóli, Oddeyrarskóli og Lundarskóli. Villi Vandræðaskáld kynnir og dómnefnd skipa Vala Fannell leikari og leikstjóri, Kolbrún Lilja Guðnadóttir leikari og leikstjóri og Elva Sól, fulltrúi úr ungmennaráði Akureyrar. Menningarfélag Akureyrar stendur á bak við viðburðinn með dyggum stuðningi SSNE, Barnamenningarsjóðs, Samfélagssjóðs Landsbankans og þátttökuskólanna tólf.
Þrír skólar komast örugglega áfram í úrslitin sem fara fram í HOFI 25.apríl og einnig verða tilkynntir tveir skólar til viðbótar en óvíst hvort þeir komi frá fyrra undankvöldi eða seinna eða hvor frá sínu.
Miðinn kostar 1500 kr og hægt er að nálgast þá hér: https://tix.is/is/mak/event/15194/undankeppni-fi-rings-2023/
Nemendur hafa unnið að eigin hugmyndum á vorönn og sjá líka um alla umgjörð eins og búninga, leikmynd, dansa ofl. Það er spennandi að sjá hvað ungmennum okkar liggur helst á hjarta og hvernig þau tjá það.
17.04.2023
Fréttir