Fréttayfirlit

Alþjóðlegi klósettdagurinn er 19. nóvember

BARA PISS, KÚKUR OG KLÓSETTPAPPÍR MÁ FARA Í KLÓSETTIÐ.
17.11.2020
Fréttir

Styrkveitingar haustið 2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Umsóknum skal skila rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins, www.minarsidur.stjr.is, í síðasta lagi 30. nóvember 2020
17.11.2020
Fréttir

Húsfriðunarsjóður - Umsóknarfrestur rennur út 1. desember

Minjastofnun Íslands mælist til þess að sveitarfélög minni íbúa sína á að umsóknarfrestur í húsafriðunarsjóð rennur út 1. desember n.k. til dæmis á heimasíðu sinni eða öðrum þeim vettvangi sem talinn er hentugur.
17.11.2020
Fréttir

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar minnir á íbúafundinn annað kvöld kl 20:00

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar býður öllum íbúum á zoom fund þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20:00-21:30. Beate Stormo -kynnir risakususkúlptúrinn, Finnur Yngvi Kristinsson -kynnir hugmyndir um þjóðgarðsgátt og staðsetningu skúlptúrsins, kaffihlé og mögulega óvænt atriði! og að lokum umræður um hvað við getum gert í átt að aukinni sjálfbærni. Hér er linkurinn - bara smella á hann rétt fyrir kl 20 og bíða eftir því að Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir -hleypir ykkur inn á fundinn - hún verður fundarstjóri. Það virka ekki allir vafrar fyrir zoom en Chrome gerir það amk. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 
16.11.2020
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2021-2024. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 20. nóvember 2020.
10.11.2020
Fréttir

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa, sunnudaginn 15. nóvember 2020

Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. nóvember 2020. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst til að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Íbúar Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að kveikja á friðarkertum þennan dag.
06.11.2020
Fréttir

Ritlistasamkeppni

Áttunda árið í röð er nú efnt til ritlistakeppni ungskálda á Norðurlandi eystra. Verkefnið heitir einfaldlega Ungskáld og er til þess ætlað að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
04.11.2020
Fréttir

Fundarboð 557. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 557. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 5. nóvember 2020 og hefst kl. 15:00.
04.11.2020
Fréttir

Hjálparsveitin Dalbjörg - Rafhlöður fyrir reykskynjara og sala á Neyðarkallinum

Vegna aðstæðna í samfélaginu og ákvörðunar stjórnvalda um hertar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta sölu á Neyðarkallinum, sem vera átti dagana 4. – 8. nóvember. Salan mun þess í stað fara fram dagana 3. – 7. febrúar 2021. Á næstu dögum munum við dreifa rafhlöðum fyrir reykskynjara. Við munum setja 2 stykki í hvern póstkassa í sveitinni. Ef fólk óskar eftir fleiri rafhlöðum má hafa samband við Gyðu í síma 867-5303 eða senda póst á dalbjorg@dalbjorg.is
03.11.2020
Fréttir

Bókasafnið lokað en heimsending í boði

Sökum hertra aðgerða vegna COVID 19 verður bókasafnið lokað fyrir heimsóknum þar til sóttvarnarreglur verða rýmkaðar. Þó er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi.
03.11.2020
Fréttir