Fréttayfirlit

LISTAGJÖF UM LAND ALLT!

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
15.12.2020
Fréttir

Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember

Þann 17. desember næstkomandi bjóða KPMG og SSNE til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. Við munum senda skráðum þátttakendum hlekk á fundinn þegar nær dregur.
10.12.2020
Fréttir

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2020 – frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.
09.12.2020
Fréttir

Opnunartími gámasvæðis

Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Opnunartími þess er kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma. Sveitarstjóri.
09.12.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður því miður áfram lokað en fram til 18. desember er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem er í láni verða framlengdir fram yfir jól.
09.12.2020
Fréttir

Sundlaugin opnar á morgun 10. desember

Sundlaugin opnar á morgun, fimmtudaginn 10. des. Opnunartíminn verður eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-22:00 Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Þegar skólinn fer í jólafrí verður opið allan daginn, en það verður auglýst síðar ásamt jólaopnun
09.12.2020
Fréttir

SSNE - Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út

Tilgangur fréttabréfa SSNE er að miðla upplýsingum um þau helstu verkefni sem SSNE er að fást við og færa fréttir af starfsvæði okkar. Í þessu 9.tbl. er að finna upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og stefnumótandi byggðaáætlun stjórnvalda, yfirlit yfir staðsetningu ríkisstarfa auk umfjöllunar um Ratsjána sem er sértækt verkefni landshlutasamtakanna og Íslenska ferðaklasans fyrir aðila í ferðaþjónustu og tengdum greinum. FRÉTTABRÉF SSNE - 9.TBL NÓVEMBER 2020
04.12.2020
Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2021. Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Pólsk stjórnvöld leggja til 5 milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 - 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
04.12.2020
Fréttir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020

Aðvent­an er geng­in í garð og und­ir­bún­ing­ur hátíðanna nær fljót­lega há­marki. Rík hefð er fyr­ir því að fólk komi sam­an og njóti sam­ver­unn­ar og alls þess sem hátíðarn­ar hafa upp á að bjóða. Fyr­ir mörg okk­ar verður þessi tími frá­brugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höf­um við ýmsa mögu­leika á því að gleðjast sam­an. Sum­ar at­hafn­ir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þess­ar leiðbein­ing­ar inni­halda ráðlegg­ing­ar um það hvernig gott sé að haga mál­um yfir hátíðarn­ar.
01.12.2020
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2021 og 2022-2024 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember 2020.
27.11.2020
Fréttir