LISTAGJÖF UM LAND ALLT!
Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
15.12.2020
Fréttir