Fréttayfirlit

Fundarboð 543. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 543 FUNDARBOÐ 543. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. febrúar 2020 og hefst kl. 15:00
12.02.2020
Fréttir

Snjómokstur aðfarnótt þriðjudags, 11.febrúar.

Vegagerðin hefur skipulagt snjómokstur í nótt og ættu því allir að komast leiðar sinnar í fyrramálið. Ef marka má vef Veðurstofunnar ætti færð vegna veðurs ekki að vera vandamál fram að helgi en takmörkuð ofankoma, kalt og hægur vindur virðist vera í kortunum fram á föstudag.
10.02.2020
Fréttir

Skipulagslýsing deiliskipulags Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir 2. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru (Syðri-Varðgjá) í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB12 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur austan Veigastaðavegar en norðan 1. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru sem deiliskipulagður var árið 2019.
05.02.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2020 hafa verið birtir á vefnum island.is.
04.02.2020
Fréttir

Ræktin lokuð 31. jan. - 2. feb

Vegna þorrablóts verður ræktin lokuð föstudag, laugardag og opnar kl. 14:00 á sunnudag.
31.01.2020
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Laugardaginn 1. febrúar lokar sundlaugin kl. 17:00 vegna þorrablóts. Minnum á að annars er opið um helgar kl. 10:00-20:00.
29.01.2020
Fréttir

Ræktin opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur

Ræktin hefur verið opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur. Keypt var svokallað fjölnota tæki, sem hægt er að gera ýmsar æfingar í. Einnig eru nýjar ketilbjöllur, medicine boltar, nokkrar gerðir af teygjum og rúllum svo eitthvað sé nefnt.
28.01.2020
Fréttir

Opin vika 3.-8. febrúar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Vikuna 3.-8. febrúar heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar opna viku þar sem hefðbundin kennsla er að mestu felld niður, en býður nemendum í staðinn námskeið í brasilískri tónlist þar sem okkar brasilíski slagverksleikari Rodrigo Lopes og samlandi hans Guito leiðbeina nemendum okkar á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Það verður gaman að sjá hvort að þeir geta ekki aðeins liðkað okkur til í vetrarfrostinu og gefið okkur örlítinn smjörþef af sumri og sól. Kennarar skólans bregða á leik og bjóða uppá ýmislegt fyrir okkur sveitungana.
27.01.2020
Fréttir

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - Breyting

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar.
22.01.2020
Fréttir

Fundarboð 542. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 542. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. janúar 2020 og hefst kl. 15:00
21.01.2020
Fréttir