Fréttayfirlit

Matarstígur Helga Magra

Ítarlegt viðtal má finna við Karl Jónsson í Bændablaðinu í dag, þann 5.mars þar sem fjallað er um Matarstíg Helga Magra sem formlega var stofnaður á stofnfundi á Lamb Inn þann þriðja mars síðastliðinn.
05.03.2020
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
05.03.2020
Fréttir

Landbúnaðarháskóli Íslands - Námskeið á Akureyri

Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum. Námskeiðið verður haldið þri. 17. mars á Akureyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framkvæmd og skipulagningu hverskonar framkvæmda sem raska gróðri og jarðvegi. Námskeiðið nýtist vel fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, hönnuðum, aðilum í ferðaþjónustu og áhugamannafélögum. Kennsla byggist á fyrirlestrum, umræðum og örverkefnum.
05.03.2020
Fréttir

Ný stjórn Bændasamtakanna kjörin

Hermann Ingi Gunnarsson nautgripabóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit hefur tekið sæti í stjórn Bændasamtakanna en ný stjórn var kosin á Búnaðarþingi 2020. Hermann Ingi vermir jafnframt sæti í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
05.03.2020
Fréttir

Garður fær landbúnaðarverðlaun 2020

Á vef Bændablaðsins kemur fram að kúabúið Garður í Eyjafjarðarsveit hafi fengið landbúnaðarverðlaunin árið 2020 ásamt garðirkjustöðvarinnar Espiflatar í Reykholti.
04.03.2020
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
03.03.2020
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Fundarboð 544. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

544. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 5. mars 2020 og hefst kl. 15:00
03.03.2020
Fréttir