Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum
Námskeiðið verður haldið þri. 17. mars á Akureyri.
Nánari upplýsingar á https://endurmenntun.lbhi.is/endurheimt-stadargrodurs/
Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framkvæmd og skipulagningu hverskonar framkvæmda sem raska gróðri og jarðvegi. Námskeiðið nýtist vel fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, hönnuðum, aðilum í ferðaþjónustu og áhugamannafélögum. Kennsla byggist á fyrirlestrum, umræðum og örverkefnum.
Á námskeiðinu verður fjallað um helstu nálganir sem hægt er að beita við endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum, auk þess sem rætt verður um undirbúning, áætlanagerð, framkvæmd, viðhald og eftirfylgni slíkra verka. Einkum verður lögð áhersla á aðferðir er byggja á nýtingu gróðursvarðar úr vegstæði og öðrum svæðum er verða fyrir raski (dreifing á svarðlagi, heilum gróðurtorfum og mosum), auk aðferða sem nýta efnivið úr nágrenni framkvæmdarsvæða (fræslægju, fræi af staðargróðri og græðlingum). Gerð verður grein fyrir þessum aðferðum og möguleikum á að innleiða þær við mismundandi mannvirkjagerð.
Kennsla: Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ, Haukur Jónsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni, Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar og Rúnar Jónsson vegtæknir hjá Vegagerðinni.
Tími: Þri. 17. mars, kl. 10:00-16:00 hjá Símey, Þórsstíg 4 á Akureyri. Verð: 24.000 kr.