Fréttayfirlit

Lumar þú á skemmtilegri frétt eða fallegum myndum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins?

Ákveðið hefur verið að leita til ykkar eftir skemmtilegum fréttum, umfjöllunum eða sögum ásamt myndum úr sveitinni sem hægt er að deila með sveitungum til dægrastyttingar á þessum sérkennilegu tímum. Langar okkur að birta líflegar og skemmtilegar fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins, eitthvað sem dreift getur huga okkar frá því yfirflæði frétta sem tengjast veirum, veðri og snjómokstri þessa dagana.
18.03.2020
Fréttir

Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit auglýsir:

Í ljósi nýjustu frétta af samkomubanni er ákveðið að ÖLL STARFSEMI Á VEGUM FÉLAGSINS FALLI NIÐUR NÆSTU 4 VIKUR. Að öllu óbreyttu komum við næst saman þriðjudaginn 14. apríl. Stjórnin.
18.03.2020
Fréttir

Starfsemi Íþróttamiðstöðvar næstu vikurnar

Í ljósi samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi, mun starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar breytast og taka mið af tilmælum Almannavarna. Tekið er mið að því að íþróttamiðstöðin og sundlaugin nýtist yngri kynslóð íbúa gegnum starfsemi skólans milli klukkan 8:00 og 16:00. Verða almennir opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar því eftirfarandi:
17.03.2020
Fréttir

Tilkynning frá sveitarstjóra um starfsemi skóla, íþróttamiðstöðvar og frístundar

Kæru íbúar. Um helgina hefur verið unnið að því að endurskipuleggja starf skólanna svo það megi halda áfram með sem minnstri röskun fyrir börn okkar og samfélag. Til þess þarf að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar á starfinu sem við vonum að muni eingöngu standa í skamman tíma.
15.03.2020
Fréttir

Viðbragðshópur fundar um starfsemi skólanna

Í dag hittust skólastjórnendur ásamt sveitarstjóra og oddvitum beggja lista til að skoða og skipuleggja næstu daga í starfsemi skólanna. Vinna mun eiga sér stað hjá skólastjórnendum í dag og fyrramálið og mun hópurinn hittast aftur klukkan 14 á morgun.
14.03.2020
Fréttir

Viðbragðshópur um starsfemi skólanna fundaði í dag

Í dag hittust skólastjórnendur ásamt sveitarstjóra og oddvitum beggja lista til að skoða og skipuleggja næstu daga í starfsemi skólanna. Vinna mun eiga sér stað hjá skólastjórnendum í dag og fyrramálið og mun hópurinn hittast aftur klukkan 14 á morgun.
14.03.2020
Fréttir

Viðbragðsáætlun Eyjafjarðarsveitar vegna heimsfaraldurs

Kæru sveitungar, eins og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í morgun hefur verið sett á samkomubann á landinu frá og með 16.mars næstkomandi.
13.03.2020
Fréttir

Akstursþjónusta fyrir eldri borgara

Að baki akstursþjónustu liggur fyrir þjónustumat sem sótt er um hjá Búsetusviði Akureyrarbæjar. Við þjónustumat er tekið tillit til aðstæðna og þarfar viðkomandi til þjónustu vegna veru á eigin heimili. Eyjafjarðarsveit veitir akstursþjónustu samkvæmt þjónustumati og miðast þá við að þjónustuþegi greiði samkvæmt gjaldskrá 110 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Miðast sú upphæð við opinber gögn um það hvað kostar raunverulega að eiga bíl, líkt og ef þjónustuþegi nýtir eigin bíl. Sé það íþyngjandi fyrir viðkomandi á hann einnig tök á að sækja um fjárhagslegan stuðning, við mat á slíkum stuðning er tekið mið af tekjum og fjármagnstekjum viðkomandi aðila. Að þessu viðbættu hefur Eyjafjarðarsveit ákveðið að aðstoða fólk eftir bestu getu við að komast í félagsstarf eldri borgara þegar aðstæður kalla á. Sveitarstjóri.
13.03.2020
Fréttir

50% starf - Leikskólinn Krummakot

Við í leikskólanum Krummakoti auglýsum eftir starfsmanni í 50% stöðu við ræstingar. Vinnutími er samkomulag. Allar nánari upplýsingar veitir Erna Káradóttir, leikskólastjóri, í síma 464-8120 eða netfang erna@krummi.is.
09.03.2020
Fréttir

Kórónaveiran

Að gefnu tilefni vill sveitarstjóri benda íbúum sveitarfélagsins á að gott er að nálgast allar nýjustu upplýsingar um veiruna á heimasíðu embættis landlæknis www.landlaeknir.is.
06.03.2020
Fréttir