Hermann Ingi Gunnarsson nautgripabóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit hefur tekið sæti í stjórn Bændasamtakanna en ný stjórn var kosin á Búnaðarþingi 2020. Hermann Ingi vermir jafnframt sæti í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Ásamt Hermanni Inga sitja í stjórn samtakanna þau Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Græneggjum í Eyjafirði og Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga sem einnig er formaður nýrrar stjórnar.
Við óskum Hermanni Inga til hamingju með stjórnarsætið.