Ný hitaveituhola boruð í Eyjafjarðarsveit
Nú er að hefjast vinna við borun hitaveituholu á Hrafnagili/Botni en framkvæmdin er liður í því að styrkja heitavatnsöflun á svæðinu og auka þannig afhendingaröryggi. Upphaflega var áætlað að hreinsa og dýpka þær holur sem fyrir eru á svæðinu en í ljósi kostnaðar og áhættu var tekin ákvörðun um að bora nýja holu sem staðsett verður á sama plani og núverandi holur. Nýja holan mun fá nafnið HN-13 og verða um 1800 m djúp en það er jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem borar holuna.
12.05.2016