Fréttayfirlit

Ráðning sveitarstjóra

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 3.mars var samþykkt samhljóða að ráða Ólaf Rúnar Ólafsson sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við af Karli Frímannssyni sem láta mun af störfum í vor að eigin ósk. Ólafur Rúnar er 40 ára hæstaréttarlögmaður og hefur undangenginn áratug verið svæðisstjóri Pacta lögmanna á Norðurlandi. Hann hefur í störfum sínum meðal annars sinnt lögmannsþjónustu fyrir fjölmörg sveitarfélög og tengda aðila, þar á meðal Eyjafjarðarsveit.
04.03.2016

Tónleikar í Laugarborg- aðgangur ókeypis

Tónleikar verða haldnir í Laugarborg næstkomandi laugardag, 5. mars kl. 15. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur á píanó. Hún leikur verk eftir tónskáldin S. Couperin, F. Liszt, G. Faure, X. Montsalvatge og F. Chopin. Aðgangur ókeypis. Tónvinafélag Laugarborgar
03.03.2016

FUNDUR SVEITARSTJÓRNAR EYJAFJARÐARSVEITAR

Aukafundur verður í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20:00. Á dagskrá er eitt mál „Ráðning sveitarstjóra“ og verður fundurinn lokaður.
02.03.2016

Karl segir upp störfum

Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar hefur sagt upp starfi sínu. Karl mun starfa út uppsagnarfrestinn til 1. júní. Stefnt er að ráðningu á nýjum sveitarstjóra fyrir þann tíma.
24.02.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 24.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
17.02.2016

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit efla vetrarferðaþjónustu svæðisins með föstudagsopnunum

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.
02.02.2016

Baggaplast söfnun dregst um 1-2 daga af óviðráðanlegum ástæðum

Tilkinning frá Gámaþjónustu Norðurlands: Af óviðráðanlegum ástæðum dregst söfnun á baggaplasti um 1-2 daga.
02.02.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 3.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
01.02.2016

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl.
26.01.2016

Tekist á við sykurpúkann

Í kjölfar mikillar umræðu um óhollustu sykurs hefur Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar tekið þá ákvörðun að selja ekki sælgæti fyrr en eftir kl. 16.30 virka daga. Þá hafa börnin okkar lokið skóla, vistun auk flestra íþróttaæfinga. Vonum við að þetta hjálpi okkur í baráttunni við sykurpúkann og þannig getum við í sameiningu öðlast enn heilabrigðara samfélag.
20.01.2016