Ráðning sveitarstjóra
Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 3.mars var samþykkt samhljóða að ráða Ólaf Rúnar Ólafsson sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við af Karli Frímannssyni sem láta mun af störfum í vor að eigin ósk.
Ólafur Rúnar er 40 ára hæstaréttarlögmaður og hefur undangenginn áratug verið svæðisstjóri Pacta lögmanna á Norðurlandi. Hann hefur í störfum sínum meðal annars sinnt lögmannsþjónustu fyrir fjölmörg sveitarfélög og tengda aðila, þar á meðal Eyjafjarðarsveit.
04.03.2016