Nýja gistihúsið í Vökulandi verður til sýnis á Sumardaginn fyrsta frá kl. 14:00 - 16:00.
Heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur
Grettir og Kristín
Smámunasafnið verður opið milli kl. 13 og 17 á Sumardaginn fyrsta sem er jafnframt Eyfiski Safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar vöfflur og ilmandi kaffi á kaffistofunni.
Slagorð dagsins er "hvað stóð á tunnunum?" kynning verður á því hvernig síldartunnur voru merktar.
Verið hjartanlega velkomin .
Stúlkurnar á Smámunasafninu.
Dyngjan-listhús opið frá kl. 13 – 17.
Sólamusterið Finnastöðum opið 13 – 17.
Seiðkonan býður upp á jurtaseiði og spjall.
Kl. 15:00 verður gengið að friðar og heilunarhjólinu og það kynnt.
Sigríður Ásný Sólarljós 863-6912.
Kaffi Kú opið á milli kl. 12 og 18.
Gamli bærinn á Öngulsstöðum opinn milli kl. 13 og 16. Heitt á könnunni og leiðsögn um bæinn.
Holtsel opið frá kl. 13 – 17.
Íþróttamiðstöðin verður opin á milli kl. 10 og 20.