Kæru íbúar rétt í þessu fékk ég hringingu frá aðila með sumarhús við Hestvatn inn við Leyningshóla. Hafði þar verið brotist inn og töluverðum verðmætum stolið bæði stórum og smáum. Ljóst er að þjófagengi er hér á ferð og mikilvægt að allir fylgist vel með.
Tilkynnið endilega beint til lögreglunnar á norðurlandi eystra í síma 444-2800 ef þið sjáið grunsamlegar mannaferðir á svæðinu, hjálpumst að við að losa okkur við óæskilega heimsókn sem þessa.
Kveðja
Finnur Yngvi Kristinsson
Sveitarstjóri