Björk, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði

Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan tekur til um 6,2 ha stórrar spildu úr landi Bjarkar sem í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB28. Innan skipulagssvæðisins er ráðgert að byggja tvö einbýlishús, bílgeymslu, gestahús og gróðurhús.

Deiliskipulagstillagan með liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. júlí til 12. ágúst 2021 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til fimmtudagsins 12. ágúst 2021 til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Hlekkur á deiliskipulagstillöguna

Hlekkur á tillögu skipulagsuppdráttar