Sundnámskeið fyrir tilvonandi fyrstu bekkinga

Fréttir

UMF Samherjar ætla að bjóða tilvonandi fyrstu bekkingum í Hrafnagilsskóla upp á sundnámskeið í vikunni 16. – 20. ágúst n.k. Um er að ræða börn sem fædd eru 2015. Námskeiðið verður í fimm skipti, frá mánudegi til föstudags. Lagt er upp með tvo hópa, sá fyrri kl. 14-15 og seinni kl. 15-16. Venjulega eru börnin ofan í lauginni í um 35 mínútur. Kennari verður Kolfinna Ólafsdóttir sem hefur reynslu í umsjón með námskeiðum af þessu tagi.

Skráningargjald er kr. 5.000.- og verða sendar út kröfur í netbanka. Skráningu skal senda á netfangið samherjar@samherjar.is með upplýsingum um nafn og kennitölu barns og kennitölu greiðanda.

Við lítum á þetta sem gott tækifæri fyrir nýja grunnskólanemendur að koma og þjálfa sig í umgengni í búningsherbergjum og sundlauginni sjálfri áður en skólastarfið hefst.

Stjórn UMF Samherja.