Jæja, þá er komið að upphitun fyrir hið árvissa kvennahlaup ÍSÍ. Starfræktur verður gönguklúbbur undir
stjórn Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara. Helga ætlar að brydda upp á fjölbreytni þannig að eflaust verður um fleira en
göngutúra að ræða. Hún ætlar að hitta áhugasamar konur tvisvar í viku fram að hlaupi, á þriðju- og
fimmtudagskvöldum. Fyrsta skiptið verður þriðjudaginn 6. maí kl. 20:30 og þá verður hist við Hrafnagilsskóla. Fimmtudagskvöldið 8.
maí verður svo hist við flugskýlið á Melgerðismelum á sama tíma. Við hvetjum konur til að mæta og minnum á að það
fer hver á sínum hraða.
Bestu kveðjur,
Íþrótta- og tómstundanefnd
Bestu kveðjur,
Íþrótta- og tómstundanefnd