Vegna skipulegrar notkunar á illgresiseyðinum Clinic við að eyða skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit hafa menn lýst yfir áhyggjum af hugsanlegum mengunaráhrifum og aukaverkunum af eyðinum. Því þótti rétt að taka saman umfjöllun, byggða á innlendum og erlendum heimildum, um áhrif efnisins á vistkerfi. Landeigendur eru hvattir til að kynna sér málið og umfjöllunina má sjá hér.
Hér á vef sveitafélagsins undir Þjónusta -
Umhverfismál má einnig finna ýmsar almennar upplýsingar um skógarkerfil og skýrslur sem tengjast átaki um eyðingu hans.
Umhverfisnefnd og Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd