Fréttayfirlit

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – kynning tillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps samþykktu á fundum sínum 7. og 12. desember 2023 að vísa skipulagstillögu fyrir rammahluta Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í kynningarferli samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar. Horft er á skipulagssvæðið sem eina heild þrátt fyrir að um tvö sveitarfélög sé að ræða. Markmið skipulagsins er að skipuleggja aðlaðandi og búsetuvæna byggð með dreifbýlisyfirbragði sem falli vel að náttúrulegu umhverfi svæðisins. Stefnt er að því að rammahluti aðalskipulags verði forskrift fyrir gerð deiliskipulagsáætlana og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi og á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, á heimasíðum sveitarfélaganna, www.esveit.is og www.svalbardsstrond.is og á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmerum 1066/2023 (Eyjafjarðarsveit) og 1082/2023 (Svalbarðsstrandarhreppur) milli 10. janúar og 14. febrúar 2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 14. febrúar 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2024. Þar munu fulltrúar beggja sveitarfélaga og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillöguna og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum. Skipulags- og byggingarfulltrúi
04.01.2024
Fréttir

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 12. janúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað föstudaginn 12. janúar. Annars eru venjulegir opnunartímar: Þriðjudagar kl. 14:00-17:00 Miðvikudagar kl. 14:00-17:00 Fimmtudagar kl. 14:00-18:00 Föstudagar kl. 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Bókavörður.
03.01.2024
Fréttir

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús

● Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður. ● Afleysing a.m.k. bara í janúar og febrúar en möguleiki á meiri vinnu. ● Æskilegt er að byrja sem fyrst eða eftir samkomulagi. Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvottinn. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili. Menntunar- og hæfniskröfur ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 10.janúar 2024 Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
03.01.2024
Fréttir