Fréttayfirlit

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Vegna eðlis starfsins og öryggis þeirra sem sækja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er leitað að kvenkyns starfsmanni í starfið.
01.08.2023
Fréttir

Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Listaverkið Edda, eftir Beate Stormo, er nú komið á sinn stað og sómir sér vel rétt norðan við Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika.
31.07.2023
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans ● Kennari í 100% starf ● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Menntunar- og hæfniskröfur ● Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari. ● Færni í að vinna í stjórnendateymi. ● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. ● Góð íslenskukunnátta skilyrði. ● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
31.07.2023
Fréttir

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 24. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
17.07.2023
Fréttir

Samið um síðari áfanga leikskólabyggingar við Hrafnagilsskóla

Eyjafjarðarsveit hefur samið við B. Hreiðarsson ehf. um síðari áfanga leikskólaviðbyggingar við Hrafnagilsskóla en tvö tilboð bárust í framkvæmdina. Áætlað er að starfsemi leikskólans Krummakots geti flutt í nýtt húsnæði snemma árs 2025.
16.07.2023
Fréttir

Skyndihjálparnámskeið 5. júlí - fyrir ungmenni fædd 2007-2009

Skyndihjálparnámskeið verður í boði fyrir ungmenni fædd 2007-2009, búsett í Eyjafjarðarsveit, miðvikudaginn 5. júlí kl. 13:00. Ekkert þátttökugjald. Skráning á netfang vinnuskoli@esveit.is.
04.07.2023
Fréttir

Fræðslunámskeið fyrir ungmenni fædd 2007-2009

Vinnuskólinn býður upp á fræðslu fyrir ungmenni fædd 2007-2009, búsett í Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 11. júlí kl. 12:30. Fræðslan snýr að réttindum og skyldum á vinnustað frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju og um öryggi á vinnustöðum. Ekkert þátttökugjald. Skráning á netfangið vinnuskoli@esveit.is
04.07.2023
Fréttir

Íþróttavika Evrópu í september

Íþróttavika Evrópu verður haldin 23. - 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.  Heilsueflandi Eyjafjarðarsveit mun setja upp dagskrá í samráði við einstaklinga og félagasamtök sem áhuga hafa á að standa fyrir kynningum á íþróttagreinum eða annarri hreyfingu í anda þessa verkefnis. Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar mun halda utan um undirbúninginn og eru allir þeir sem áhuga hafa á að koma með dagskráratriði beðnir um að hafa samband við hann í síma 464-8140 á dagvinnutíma eða á netfanginu karlj@esveit.is. Dagskrá síðustu íþróttaviku má sjá undir þessum tengli hér https://www.esveit.is/is/moya/news/ithrottavika-evropu-239-309
30.06.2023
Fréttir

Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa, starfsmannahúss og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir götum milli húsa og landmótun á svæðinu. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 16. ágúst 2023. Allar innsendar umsagnir og athugasemdir halda áfram gildi sínu. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
30.06.2023
Fréttir

Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna efnistöku

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því. Skipulagslýsing vegna verkefnisins liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 4. til 18. júlí 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vefnum www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til þriðjudagsins 18. júlí 2023 til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef skipulagsgáttar. Einnig er hægt að senda inn skriflegar athugasemdir og skulu þær berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
30.06.2023
Fréttir