Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Fréttir
Risakusan og listaverkið Edda
Risakusan og listaverkið Edda

Listaverkið Edda, eftir Beate Stormo, er nú komið á sinn stað og sómir sér vel rétt norðan við Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika. Má þar helst nefna Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem átti frumkvæðið á verkefninu, sá um val á listamanni og stóð að fjáröflun verkefnisins. 

Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á staðinn og skoða verkið en kjörið er að líta við í hið skemmtilega Smámunasafn Sverris Hermannssonar í leiðinni en bílastæði fyrir Eddu eru einmitt á planinu við safnið. 

Göngutígur og falleg brú úr íslenskum við hefur verið komið fyrir á svæðinu ásamt því að nánasta umhverfi hefur verið snyrt. Örlítil frágangsvinna er eftir á svæðinu svo sem lýsing fyrir listaverkið og er stefnt að formlegri vígslu á Eddu í ágúst.