Fréttayfirlit

Lokað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar föstudaginn 10. nóvember

Föstudaginn 10. nóvember verður lokað á skrifstofunni þar sem starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt þeim sveitarstjórnum sem að embættinu standa munu kynna sér skipulagsverkefni og önnur uppbyggileg verkefni í grennd við Árborg og Hveragerði.  Skrifstofa sveitarfélagsins opnar aftur á hefðbundnum tíma mánudaginn 13. nóvember Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
07.11.2023
Fréttir

Fundarboð 620. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 620. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 268 - 2310007F 1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 1.2 2310028 - Leikskólinn Krummakot - Beiðni um hækkun á starfshlutfalli sérkennslustjóra 1.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 1.4 2310032 - Opnunartími leiksólans Krummakot 1.5 2310004 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla - lóð og tæki 2. Velferðar- og menningarnefnd - 9 - 2310008F 2.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 2.2 2309037 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn 2.3 2208029 - Styrkir til menningarmála 2022 2.4 2310018 - Huldustígur - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.5 2310023 - Sólveig Bennýjar. Haraldsdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.6 2310024 - Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 2.7 2304032 - Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk 3. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 9 - 2310011F 3.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 3.2 2309023 - Umhverfisstofnun - Samningur um refaveiðar 2023-2025 og áætlun 2023-2025 3.3 2309032 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2022-2023 3.4 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar 3.5 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 400 - 2311001F 4.1 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi 4.2 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni 4.3 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 4.4 2311009 - Mikligarður II - umsókn um stofnun lóðar 2023 4.5 2311001 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Helgastaðavegar nr. 8397-01 af vegaskrá 4.6 2311002 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Botnsvegar (8328-01) af vegaskrá Fundargerðir til kynningar 5. Norðurorka - Fundargerð 290. fundar - 2310029 6. Norðurorka - Fundargerð 291. fundar - 2310030 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 936 - 2311006 8. Molta - 110. stjórnarfundur - 2311012 Almenn erindi 9. Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa - 2311004 Stjórn Hestamannafélagsins Funa óskar eftir samtali við sveitarstjórn um samstarfssamning milli Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa en samkvæmt honum á að endurskoða hann á fjögurra ára fresti, einu ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Óskað er samtals sérstaklega um uppbyggingu í Funaborg með það fyrir augum hvort útvíkka megi uppbygginguna út fyrir félagsheimilið. 10. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2311005 Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar tekinn til fyrri umræðu. 11. Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og minni háttar framkvæmdir við hina kirkjugarðana - 2311007 12. SSNE - Vetraríþróttamiðstöð Íslands - 2311008 13. Ríkisjarðirnar Háls og Saurbær - 2311010 16. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 Almenn erindi til kynningar 14. Markaðsstofa Norðurlands - Staðan okt 2023 - 2310031 15. Molta - Ný gjaldskrá frá 1. janúar 2024 - 2311011 07.11.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
07.11.2023
Fréttir

Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur, Eyjafjarðarsveit - aðal- og deiliskipulagstillögur

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í auglýsingu skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði VÞ22 stækkar til suðurs og nær yfir svæði sem í núverandi aðalskipulagi eru skilgreind sem íbúðarsvæði (ÍB22) og skógræktar- og landgræðslusvæði. VÞ22 verður eftir breytinguna 3,5 ha að stærð og íbúðarsvæði ÍB22 fellur út. Breytingin miðar að því að innan svæðis VÞ22 verði heimilt að reisa hótel. Breyting á deiliskipulaginu felur í sér að skipulagssvæðið stækkar úr 2,6 ha í 5,3 ha, þannig að það nær yfir fyrirhugað hótel og aðkomusvæði. Á hótellóðinni verði heimilt að reisa allt að 5 hæða hótel með allt að 120 herbergjum, auk bílgeymslu og þjónusturýmis. Bílastæði og aðkomusvæði yrðu vestan og sunnan byggingarreits auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri laug sem næði frá núverandi laug Skógarbaða að hóteli. Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 12.04 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og fylgir skipulagstillögunum umhverfisskýrsla. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 9. nóvember og 21. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vefsíðu Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 805/2023 og 807/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til 21. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi
07.11.2023
Fréttir

Jódísarstaðir íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. október 2023 að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Jódísarstaði í Eyjafjarðarsveit í kynningarferli skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að íbúðarsvæðið ÍB25 við Jódísarstaði stækkar til norðurs um 4 ha, inn á svæði sem er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Íbúðarsvæðið ÍB25 er 13,5 ha að stærð skv. gildandi aðalskipulagi en verður 17,5 ha. Vegna stækkunar svæðisins fjölgar íbúðum á svæðinu úr 10 í um 20. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 8. og 22. nóvember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 787/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 22. nóvember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
02.11.2023
Fréttir

Frestur til að sækja um styrk 2023 er til og með 15. desember 2023

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2023 Lýðheilsustyrkur eldri borgara Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.
31.10.2023
Fréttir

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2023

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem er öllum landsmönnum opið. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nýta sundið og þær flottu sundlaugar sem er að finna um land allt. Syndum - Landsátak í sundi, er framhald af Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íslendingar hafa verið duglegir að stunda sund enda búum við vel að góðum sundlaugum um allt land. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er tilvalin þjálfunaraðferð til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Syndum saman í kringum Ísland. Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á forsíðu www.syndum.is Þar verður einnig hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland. Á síðunni má jafnframt finna skemmtilegan fróðleik og upplýsingar um allar sundlaugar landsins. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt eiga möguleika á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. Skráning verður gerð virk þann 1. nóvember.
27.10.2023
Fréttir

Slökkt verður á götulýsingu í Hrafnagilshverfi vegna Hrekkjavöku í dag 27. okt.

Vegna Hrekkjavöku verður slökkt á götulýsingu í Hrafnagilshverfi í dag 27. okt. milli kl. 18:00 og 21:00 nema ekki á Eyjafjarðarbraut vestri í gegnum hverfið. Sjá nánar um Hrekkjavöku í hverfinu hér https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir/hrekkjavokuhatid  Allir velkomnir.
27.10.2023
Fréttir

Fundarboð 619. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 619. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. október 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 140 - 2310004F 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 399 - 2310005F 2.1 2306003 - Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús 2.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 2.3 2309044 - Hvítbók um skipulagsmál 2.4 2310008 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags 2.5 2310005 - Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi Fundargerðir til kynningar 3. HNE - Fundargerð 231 - 2309036 4. Norðurorka - Fundargerð 289. fundar - 2309039 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 934 - 2310019 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 935 - 2310026 7. SSNE - Fundargerð 55. stjórnarfundar - 2310020 Almenn erindi 8. Okkar heimur góðgerðarsamtök - Fjölskyldusmiðjur á Akureyri - 2310016 9. Umboðsmaður barna - Boð á barnaþing 16.-17. nóvember 2023 - 2310017 10. Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli - 2201017 11. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 12. Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 2310027 13. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 24.10.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
24.10.2023
Fréttir

Minning Birgir Þórðarson

Í dag fer fram útför Birgis Þórðarsonar fyrrverandi oddvita Eyjafjarðarsveitar. Birgir var oddviti Öngulsstaðahrepps um árabil. Hann vann að sameiningu hreppanna sunnan Akureyrar sem mynduðu Eyjafjarðarsveit 1. janúar 1991. Birgir var fyrsti oddviti Eyjafjarðarsveitar og gengdi því embætti til 1998. Eyjafjarðarsveit þakkar Birgi mikið og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.
20.10.2023
Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin hjá bændum.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ályktaði um stöðu bænda á fundi sínum þann 12.október þar sem fram kemur að sveitarstjórn hefur miklar áhyggjur af stöðu þeirra. Ályktunina má lesa í fréttinni hér að neðan.
19.10.2023
Fréttir