Safnaðarstarf kirkjunnar hefst að nýju eftir sumarfrí

Fréttir

Foreldrar barna í 8. bekk ættu nú þegar að hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum um fermingarfræðsluna í vetur. Miðvikudaginn 21. september verður kvöldhelgistund í Grundarkirkju þar sem fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin velkomin. Nánar auglýst síðar.

Barnastarf fyrir 10 - 12 ára börn hefst á miðvikudögum í október.
Helgihaldið hefst sömuleiðis innan tíðar og verður auglýst er nær dregur.

Síðast en ekki síst þá hvetjum við sveitunga okkar og önnur áhugasöm að taka þátt í öflugu kórastarfi í heimasveit í vetur. Kirkjukór Grundarsóknar getur bætt við sig félögum fyrir spennandi starfsár. Kórinn er frábær félagsskapur sem æfir á mánudagskvöldum undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nánari upplýsingar á thorvaldurorn@akirkja.is

Ég minni svo á að lokum að öllum er öllum er vekomið að óska eftir samtali við prest og viðtalsþjónusta ætíð án endurgjalds. Viðtöl fara fram á skrifstofu minni í Akureyrarkirkju eða í heimahúsum ef þess er óskað. Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, s: 696-1112