Hefur þú hugmynd, tillögu eða raunverulegt verkfæri sem getur stuðlað að betri þjónustu við fatlað fólk?
Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem miðar að því að safna og miðla upplýsingum, auka þekkingu og reynslu á tæknilausnum og þjónustu sem dregið gætu úr þeim áhrifum sem rekja má til afleiðinga COVID 19 á stöðu fatlaðs fólks. Samþykkt hefur verið að veita 40 milljónum króna til þessa verkefnis á landsvísu á árinu 2021.
04.06.2021
Fréttir