A. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi.
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu
á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Breytingin fellst í að fellt er út svæði(FS1 - FS7) fyrir frístundabyggð og er
svæðið minnkað allmikið að vestanverðu. Jafnframt stækkar íbúðarsvæði allnokkuð. Svæðið liggur norðan
Reykárhverfis og sunnan Kristness. Gert er ráð fyrir að á svæðinu geti risið allt að 200 einbýlishús og er
íbúðarsvæðið 70 ha að stærð.
B. Auglýsing um nýtt deiliskipulag.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi
í Eyjafjarðarsveit. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri íbúðarbyggð í landi Kropps, hverfið nefnist Ölduhverfi. Deiliskipulagið gerir
ráð fyrir 197 einbýlishúsalóðum sem eru á bilinu 1200m2 - 4000m2.
Sjá deiliskipulagsupdrátt hér
Sjá greinargerð með deiliskipulagi hér
Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra - Laugalandi og á heimasíðu sveitarfélagsin
www.eyjafjardarsveit.is frá og með 25. mars 2009.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 6. maí 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar.
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Jafnframt er áður birt auglýsing í Lögbirtingarblaðinu 10. desember s. l. afturkölluð.
Syðra-Laugarland 24. mars 2009.
F.h. sveitarstjórnar,
Stefán Árnason, skrifstofustjóri.