Fréttayfirlit

Opið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2017. Handverkshátíðin fer fram dagana 10.-13. ágúst.
21.02.2017

Leikskólinn Krummakot óskar eftir leikskólakennurum til starfa

Um er að ræða 100% stöðu vegna leyfis og aðra 100% stöðu vegna fæðingarorlofs. Leikskólinn er staðsettur í Hrafnagilshverfinu, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar, í umhverfi sem hefur upp á einstaka möguleika að bjóða til útivistar og hreyfingar. Deildir eru þrjár og nemendur rúmlega 60 á aldrinum eins til sex ára. Unnið er í samræmi við uppeldisstefnu Jákvæðs aga og markvisst unnið með málrækt og læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
21.02.2017

Kolefnisjöfnun

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag, 8. febrúar að skoða möguleika á kolefnisjöfnun og upptöku kolefnisbókhalds fyrir Eyjafjarðarsveit.
13.02.2017

Korn- Fréttabréf frá sveitarstjórn

Hér má finna Kornið- Fréttabréf frá sveitarstjórn sem dreift var í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 10. febrúar. Þar er að finna upplýsingar um ýmislegt sem er á döfinni hjá sveitarfélaginu.
13.02.2017

Fundarboð 492. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

492. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 8. febrúar 2017 og hefst kl. 15:00
06.02.2017