Sundnámskeið fyrir fullorðna á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar, hefst n. k. mánudagskvöld.
Ingibjörg Ísaksen heldur sundnámskeiðið í sundlaug Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar þar sem kennd verða ýmsar sundaðferðir og tækni til að ná betri árangri.
Námskeiðið hefst mánudaginn 25. júní kl. 21:00 og stendur til 20. júlí. Það verður á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 21.00.
Nefndin niðurgreiðir kostnað fyrir þá sem eiga lögheimili í sveitinni og því er verðið einungis 6500.- fyrir 11 skipti.
Íþrótta- og tómstundanefnd