Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. júní 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Ölduhverfis skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í deiliskipulagsbreytingunni felst að lega gatna breytist; ný gata (Austuralda) bætist við á norðausturhluta svæðisins og Hringöldu er skipt í tvær götur. Lóðir, byggingarreitir og húsnúmer færast til í kjölfarið og götuheiti breytast að hluta. Húsagerðir haldast þær sömu en hlutfall einbýla hækkar á móti hlutfalli fjölbýla og fækkar íbúðum á svæðinu um eina. Þá bætist leiksvæði við Austuröldu, lóð og byggingarreitur veitustöðvar færist neðan við aðkomuveg og kvöð um aðgengi að skógrækt bætist við enda Norður- og Austuröldu.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 26. júlí og 6. september 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 948/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 6. september 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar má nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Ölduhverfi deiliskipulagsbreyting - greinargerð
Ölduhverfi deiliskipulagsbreyting - uppdráttur
Skipulags- og byggingarfulltrúi