Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 15 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð (E I) lóðir nr.
2-4-6-8-10-12-14-38-40 og á einni eða tveimur hæðum (E I/II) lóðir nr. 1-3-5-7-9-23. Skipulagssvæðið liggur norðan Hrafnagilsskóla og austan
Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í maí 2008.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í maí 2008.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi ásamt skipulagsskilmálum fyrir byggingarsvæðið og gatnagerðargjaldskrá.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir 20. febrúar n. k. Berist fleiri en ein umsókn um lóð verður dregið á milli
þeirra. Komi til þess að draga þurfi á milli umsækjenda verður tímasetning útdráttarins tilkynnt viðkomandi strax að loknum
umsóknarfrestinum.
Deiliskipulag Reykárhverfi IV
Umsókn um byggingarlóð
Greinargerð - byggingarskilmálar